Íslandsstofa hefur hafið markaðssetningu sem miðar að því að fá Íslendinga til að segja frá uppáhaldsstöðunum sínum á landinu, földum leyndarmálum.
Hjá Umhverfisstofnun óttast menn alla markaðssetningu sem getur beint ferðamönnum inn á viðkvæm náttúruverndarsvæði.
Hjá Íslandsstofu er slíkt ekki sagt vera markmið markaðssetningarinnar. Engum á að beina inn á viðkvæm náttúruverndarsvæði.