71,8% vilja flugvöllinn í Vatnsmýrinni

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir hópinn Hjartað í Vatnsmýrinni eru 71,8% íbúa Reykjavíkur fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Þá eru 87,2% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins fylgjandi því að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni en aðeins 44,9% stuðningsmanna Samfylkingarinnar.

Könnunin fór fram dagana 9. til 11. september 2013. 87% aðspurðra íbúa í Reykjavík tóku afstöðu. Spurt var: „Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert