Magnús Ragnarsson, leikari og fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjásins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.
Magnús hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu og mun starfa við hlið Sigríðar Hallgrímsdóttur sem kom til starfa í lok maí síðastliðins. Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands hafa ráðherrar heimild til þess að hafa tvo aðstoðarmenn.