Hagstofufrumvarpið samþykkt

mbl.is/Rósa Braga

Hagstofufrumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í dag með 33 atkvæðum gegn 13. Fimm greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið hefur verið til umræðu að undanförnu og var stærsta málið sem taka átti fyrir á framhaldsfundum þingsins sem standa yfir þessa dagana.

Málið hefur verið umdeilt og hefur það meðal annars verið gagnrýnt fyrir að ganga gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífsins en frumvarpið gengur út á að veita Hagstofu Íslands heimild til þess að safna ítarlegum gögnum um skuldastöðu landsmanna. Stjórnarliðar segja það nauðsynlega forsendu þess að hægt verði að ráðast í leiðréttingu á skuldum heimilanna eins og ríkisstjórnin hefur boðað.

Tillögu til rökstuddrar dagskrár um að vísa málinu frá einkum á þeim forsendum að frumvarpið gengi gegn stjórnarskrá var hafnað með 18 atkvæðum gegn 33. Tillagan var borin upp af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata.

Atkvæðagreiðslan um frumvarpið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert