Varist að greina frá leyndardómum

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ég beini því þeim varúðarorðum til landsmanna að þeir hugsi sig um áður en þeir ljóstra upp um lítt þekktar viðkvæmar náttúruperlur sem líklegt er að geti orðið fyrir skaða af auknum ágangi ferðamanna, einkum þegar aðgengi að þeim liggur um ósnert víðerni eða viðkvæmt gróðurlendi. Við skulum fara varlega.“

Þessi orð lét Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, falla á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Gerði hann þar að umfjöllunarefni sínu nýlegri herferð sem hrundið var af stað þar sem landsmenn eru hvattir til þess að skýra frá leyndardómum Íslands með það fyrir augum að laða að fleiri ferðamenn til landsins. Vonir stæðu hins vegar til þess að ferðamennska yrði ein af höfuðatvinnugreinum þjóðarinnar til langrar framtíðar og því bæri að varast að hugsa til skamms tíma í einu.

„Okkur liggur ekki á að fá ótölulegan fjölda ferðamanna til Íslands heldur þurfum við að fá hingað til landsins þann fjölda gesta sem við getum þjónustað og þann fjölda gesta sem líklegur er til að skilja eftir sem mestan ábata og þá ferðamenn sem eru líklegir til þess að umgangast náttúru landsins af virðingu og varúð,“ sagði hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka