„Hún bara gafst upp og fór“

Fjölskyldan hefur lengi barist fyrir dvalarleyfi fyrir Romylyn. Frá vinstri: …
Fjölskyldan hefur lengi barist fyrir dvalarleyfi fyrir Romylyn. Frá vinstri: Romylyn Patti Fagaine, Ellert Högni Jónsson, Una Margrét Ellertsdóttir og Marilyn Sucgang Faigane.

„Hún bara gafst upp og fór,“ seg­ir Ell­ert Högni Jóns­son, fóst­urfaðir Romy­lyn Patty Faiga­ne, fil­ipps­eyskr­ar stúlku sem fór úr landi fyr­ir helgi. Hann hef­ur bar­ist í átta ár fyr­ir því að hún fengi dval­ar­leyfi hér á landi. Þrjár um­sókn­ir hafa farið í gegn­um kerfið og nú bend­ir Útlend­inga­stofn­un þeim á að senda inn nýja um­sókn, m.a. vegna þess að fyr­ir­liggj­andi papp­ír­ar séu orðnir of gaml­ir.

Móðir stúlk­unn­ar, Mary­lyn, gift­ist Ell­erti fyr­ir átta árum og flutti hingað til lands. Romy­lyn varð hins veg­ar eft­ir hjá afa sín­um á Fil­ipps­eyj­um. Ell­ert og Mary­lyn sóttu fljót­lega um dval­ar­leyfi fyr­ir Romy­lyn, sem þá var 14 ára. Um­sókn­inni var hafnað átta mánuðum síðar með þeim rök­um að faðir Romy­lyn væri á lífi og gæti séð um hana. Faðir­inn hafði hins veg­ar aldrei skipt sér af dótt­ur sinni.

Ráðuneytið var 14 mánuði að af­greiða kæru

Faðir Romy­lyn var myrt­ur árið 2009 og þá var aft­ur sótt um dval­ar­leyfi. Átján mánuði tók að af­greiða þá um­sókn, en henni var svarað stuttu eft­ir að hún varð 18 ára. Þar með var ekki leng­ur verið að af­greiða um­sókn frá for­eldr­um ólögráða barns, en í svar­bréf­inu var henni bent á að sækja um dval­ar­leyfi sem nem­andi eða sér­fræðing­ur.

Í des­em­ber 2011 kom Romy­lyn til lands­ins sem ferðamaður, sem þýddi að hún mátti vera þrjá mánuði í land­inu. Aft­ur var sótt um dval­ar­leyfi. Útlend­inga­stofn­un hafnaði um­sókn­inni, en sú niðurstaða var kærð til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Það tók ráðuneytið 14 mánuði að af­greiða um­sókn­ina.

Varð fyr­ir von­brigðum með af­greiðslu Ögmund­ar

„Hún var búin að vera hér í tvö ár í lausu lofti. Hún gat ekk­ert gert, mátti ekki vinna og gat ekk­ert gert fyr­ir sjálfa sig. Hún var eins og í fang­elsi.

Við vor­um alltaf að bíða eft­ir svari. Ég var bú­inn að ræða þetta oft sím­leiðis við Ögmund Jónas­son, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráðherra. Hann var alltaf að skoða málið og lofaði að þetta yrði af­greitt. Hann sagði rétt fyr­ir kosn­ing­ar að hann myndi kippa þessu í liðinn á mánu­dag­inn. Sá mánu­dag­ur er ekki kom­inn enn,“ seg­ir Ell­ert. Hann seg­ist hafa orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum með hvernig Ögmund­ur hélt á mál­inu. Hann hafi gefið til kynna að málið yrði af­greitt en ekki staðið við það.

Ell­ert óskaði eft­ir viðtali við nýj­an inn­an­rík­is­ráðherra, Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, eft­ir að hún tók við. „Hún veitti mér viðtal. Hún er fyrsti ráðherr­ann sem ég hitti aug­liti til aug­lit­is í þess­ari átta ára bar­áttu, en þrír ráðherr­ar hafa haft með þetta mál að gera á þessu tíma­bili. Hún byrjaði á að biðja mig af­sök­un­ar á því að ráðuneytið væri ekki búið að af­greiða um­sókn­ina, en málið hafði þá verið í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu í 14 mánuði. Hún sagði að ráðuneytið myndi svara bréf­inu inn­an viku. Ég bað hana að höggva á þenn­an hnút, en hún sagðist ekki hafa vald til þess að gera það,“ seg­ir Ell­ert sem er ekki sátt­ur við þau svör að ráðherra geti ekki beitt sér gagn­vart Útlend­inga­stofn­un.

Keypti flug­miða eft­ir að hún fékk bréfið frá Útlend­inga­stofn­un

Bréf barst frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu viku eft­ir að Ell­ert átti fund með Hönnu Birnu. Útlend­inga­stofn­un hafði neitað að af­greiða um­sókn Romy­lyn vegna þess að hún dveld­ist ólög­lega hér á landi. Inn­an­rík­is­ráðuneytið komst hins veg­ar að þeirri niður­stöðu að stofn­un­inni bæri að taka um­sókn­ina til um­fjöll­un­ar. Tekið er fram að henni sé heim­ilt að vera á land­inu meðan um­sókn henn­ar er til af­greiðslu.

„Það sem Útlend­inga­stofn­un gerði síðan var að opna um­sókn henn­ar, loka henni aft­ur og senda síðan bréf, en í því er okk­ur bent á að sækja um dval­ar­leyfi að nýju. Málið er því enn og aft­ur komið á byrj­un­ar­reit. Þeir eru að fara fram á að við sækj­um um dval­ar­leyfi í fjórða sinn.

Þegar Romy­lyn fékk þetta bréf fór hún og keypti sér farmiða til Fil­ipps­eyja og lét okk­ur vita sex tím­um áður en hún átti að leggja af stað að hún væri að fara frá okk­ur. Hún sagðist vera búin að gef­ast upp.

Ég skil að mörgu leyti af­stöðu henn­ar. Við vit­um að þetta bréf þýðir að hún þarf að vera í óvissu í 6-8 mánuði til viðbót­ar. Hún treysti sér ekki til að vera leng­ur í þess­ari óvissu, óvissu sem er ekk­ert annað en fang­elsi.“

„Það er búið að gráta mikið á þessu heim­ili“

Ell­ert og Mary­lyn hafa séð um Romy­lyn meðan hún var hér á landi og raun­ar hafði Mary­lyn sent henni pen­inga út allt frá því að hún fór frá Fil­ipps­eyj­um fyr­ir átta árum. Ell­ert seg­ir að Romy­lyn hafi lagt til hliðar af vasa­pen­ing­um sem hún fékk og hún hafi því átt fyr­ir flug­miðanum. Þau létu hana síðan hafa gjald­eyri áður en hún fór út.

„Það er búið að gráta mikið á þessu heim­ili síðan hún fór. Romy­lyn á átta ára syst­ur sem er auðvitað í áfalli eins og við öll,“ seg­ir Ell­ert. „Ég ótt­ast að ef þetta mál leys­ist ekki fljót­lega mun­um við týna henni.“

Ell­ert seg­ir að það sé mjög slæmt ástand á Fil­ipps­eyj­um núna og þar sé enga vinnu að hafa.

Ell­ert seg­ist núna vera að fara yfir stöðu máls­ins. Hann hafi fengið góða aðstoð frá Mann­rétt­inda­stofu. Hann úti­lok­ar ekki að fara í dóms­mál vegna þess hvernig stjórn­völd hafi staðið að mál­um.

Ell­ert bend­ir á að sam­kvæmt lög­um hafi stjórn­völd sex mánuði að af­greiða um­sókn­ir. Fyrsta um­sókn­in hafi verið af­greidd á átta mánuðum, næsta á 18 mánuðum og sú þriðja á 14 mánuðum. „Nú er okk­ur sagt að þau vott­orð sem við höf­um lagt fram séu orðin of göm­ul og við verðum að út­vega ný. Ég spyr: Eig­um við að þurfa að bera skaðann af þeim töf­um sem hafa orðið á af­greiðslu máls­ins í kerf­inu?“

Biður aft­ur um fæðing­ar­vott­orð

Sam­kvæmt nýj­asta bréfi Útlend­inga­stofn­un­ar þarf Romy­lyn að leggja fram marg­vís­lega papp­íra. „Þeir óska m.a. eft­ir að við send­um inn fæðing­ar­vott­orð að nýju og það er eins og þeir haldi að fæðing­ar­vott­orðið hafi eitt­hvað breyst. Þeir báðu um saka­vott­orð, en þeir eru með það í hönd­un­um. Lög­reglu­stjóra­embættið hér get­ur ekki gefið út saka­vott­orð vegna þess að hún er ekki kom­in með kenni­tölu. Síðan er beðið um vott­orð frá fé­lags­mála­stofn­un Fil­ipps­eyja um að hún sé ekki gift og eigi ekki barn. Útlend­inga­stofn­un er með alla þessa papp­íra.

Þá er farið fram á dán­ar­vott­orð pabba henn­ar. Ég skil ekki hvað það kem­ur mál­inu við. Hún er að sækja um sem 22 ára gam­all ein­stak­ling­ur. Hvaða máli skipt­ir dán­ar­vott­orð föður henn­ar? Þar fyr­ir utan er stofn­un­in með dán­ar­vott­orð manns­ins.“

Ell­ert seg­ist vera bú­inn að leggja á sig mikla vinnu og út­gjöld við að út­vega þau vott­orð sem beðið var um. Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra hafi aðstoðað þau með að koma á tengsl­um við konsúl Íslands á Fil­ipps­eyj­um, sem hafi gengið í það að út­vega umbeðin vott­orð og þau hafi verið send með DHL til Íslands.

Mæt­ir tor­tryggni hjá Útlend­inga­stofn­un

Ell­ert seg­ist alla tíð hafa mætt mik­illi tor­tryggni í Útlend­inga­stofn­un. Starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar hafi m.a. tor­tryggt hvað hann hafi verið fljót­ur að skila umbeðnum gögn­um og jafn­vel gefið í skyn að hann hafi falsað þau. Stofn­un­in hafi meira að segja gefið til kynna að það sé ósannað að Mary­lyn sé móðir Romy­lyn. Samt hafi starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar aldrei óskað eft­ir að tek­in yrðu DNA-sýni úr mæðgun­um.

Ell­ert seg­ir að það hafi verið tor­tryggt að á fæðing­ar­vott­orðinu stóð fyr­ir mis­tök ætt­ar­nafnið „Faega­ne“ en ekki „Faiga­ne“. Stofn­un­in sem gaf út vott­orðið leiðrétti þessi mis­tök síðar bréf­lega. Eins hafi verið tor­tryggt að á dán­ar­vott­orði föður Romy­lyn hafi staðið Romy Castillo en ekki Romeo Castillo, en Romy var gælu­nafn hans.

„For­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar gekk svo langt, þegar hann ræddi við okk­ur um hvaða leiðir væru fær­ar, að nefna þá leið að gifta stúlk­una, því þá yrði hún ekki send út landi. Hún sagði þetta við okk­ur, en bætti við að hún gæti ekki mælt með þess­ari leið.

Það kem­ur auðvitað ekki til greina að við för­um að finna ein­hvern karl til að gift­ast henni. Við vonuðumst eft­ir að hún fengi að byggja upp líf sitt hér á landi, verða ást­fang­in og skapa sér framtíð hér,“ seg­ir Ell­ert.

Ögmund­ur sagði lög­regl­unni að hafa sig á brott

Ell­ert seg­ir að Útlend­inga­stofn­un hafi hins veg­ar sigað lög­regl­unni á þau fyrr á þessu ári eft­ir að ein­hver hafði hringt í stofn­un­ina og haldið því fram að þau væru að láta hana gift­ast. „Það komu lög­reglu­menn hér inn á gólf til okk­ar til að for­vitn­ast um Romy­lyn. Ég hafði strax sam­band við Ögmund, sem hringdi í lög­reglu­menn­ina og sagði þeim að hafa sig á brott.“

Ell­ert seg­ir að koma lög­reglu­mann­anna hafi haft slæm áhrif á Romy­lyn og sjálfsagt ýtt und­ir þá ákvörðun henn­ar að fara úr landi.

Seg­ir ekki all­ar um­sókn­ir fá sömu af­greiðslu

Ell­ert seg­ir að eitt af því sem gerði það að verk­um að Romy­lyn fyllt­ist von­leysi um að mál henn­ar fengi far­sæl­an endi hafi verið að hún kynnt­ist stúlku frá Fil­ipps­eyj­um, en mál henn­ar hafi fengið allt aðra af­greiðslu í kerf­inu en henn­ar um­sókn. Móðir henn­ar kom til lands­ins fyr­ir einu ári og fékk dval­ar­leyfi á mjög skömm­um tíma. Hún sótti síðan um dval­ar­leyfi fyr­ir dótt­ur sína, sem er jafn­aldri Romy­lyn. Hún fékk fyrst neit­un en stuttu síðar tveggja ára at­vinnu­leyfi með þeim rök­um að hún ætlaði að læra að verða kokk­ur á Íslandi.

Ell­ert seg­ir eitt­hvað bogið við hvernig hægt sé að af­greiða tvö svona lík mál á þann hátt að önn­ur stúlk­an fái dval­ar­leyfi á skömm­um tíma en hin ekki.

Var orðin döp­ur

Ell­ert seg­ir að hann og fjöl­skylda sín hafi rek­ist á marga veggi á þess­um árum síðan Romy­lyn sótti fyrst um dval­ar­leyfi. „Eitt af því sem okk­ur var bent á var að Romy­lyn gæti farið í há­skóla­nám. Við fór­um upp í há­skóla og hún ætlaði að taka fram­halds­nám, en hún er menntaður öldrun­ar­hjúkr­un­ar­fræðing­ur. Þar feng­um við þau svör að það væri best fyr­ir hana að fara fyrst í ís­lensku­nám hjá Keili. Við gerðum það og hún tók fyrsta hluta náms­ins. Keil­ir sendi bréf til Útlend­inga­stofn­un­ar og mælti með því að hún fengi að vera hérna því að hún væri mjög góður námsmaður. Svör Útlend­inga­stofn­un­ar voru hins veg­ar að það væri ekki tekið mark á þessu námi. Þetta er samt það nám sem út­lend­ing­um er bent á að taka.“

Romy­lyn hafði meðan hún dvaldi hér á landi fengið til­boð um vinnu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir, en Ell­ert seg­ir að hún hafi ekki getað tekið því boði vegna þess að hún var ekki með kenni­tölu.

Ell­ert seg­ir að þetta mál allt hafi tekið mikið á fjöl­skyld­una. „Ég er bú­inn að hafa mikl­ar áhyggj­ur af Romy­lyn því ég hef séð hvernig þetta mál hef­ur farið með hana, hvernig hún hef­ur smám sam­an orðið dapr­ari og dapr­ari. Hún sjálf hafði áhyggj­ur af mér og að þetta mál færi illa með mína heilsu. Það á kannski sinn þátt í að hún ákvað að fara.“

Romylyn Patty Faigane ákvað í síðustu viku að fara heim …
Romy­lyn Patty Faiga­ne ákvað í síðustu viku að fara heim til Fil­ipps­eyja eft­ir að hún fékk bréf frá Útlend­inga­stofn­un um að hún þyrfti að sækja um dval­ar­leyfi að nýju. Það yrði þá fjórða um­sókn henn­ar.
Þetta er afrit af hluta þeirra vottorða sem Marylyn og …
Þetta er af­rit af hluta þeirra vott­orða sem Mary­lyn og Ell­ert hafa aflað og sent til Útlend­inga­stofn­un­ar.
Marylyn og Ellert kvöddu Romylyn í síðustu viku.
Mary­lyn og Ell­ert kvöddu Romy­lyn í síðustu viku.
Fæðingarvottorð Romylyn hefur verið sent til Útlendingastofnunar, en nú óskar …
Fæðing­ar­vott­orð Romy­lyn hef­ur verið sent til Útlend­inga­stofn­un­ar, en nú ósk­ar stofn­un­in eft­ir að vott­orðið verði sent stofn­unni aft­ur frá Fil­ipps­eyj­um.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert