Hviðurnar fóru upp í 70,4 metra á sekúndu

Skuggamyndir manns og kletts skera sig frá himni í leik …
Skuggamyndir manns og kletts skera sig frá himni í leik birtunnar í Hamarsfirði. mbl.is/Kristinn

Vindhviður fóru upp í 70,4 metra á sekúndu í Hamarsfirði í Suður-Múlasýslu á sunnudaginn. Eru það mestu vindhviður sem mælst hafa á láglendi Íslands svo snemma hausts.

Landsmetið á láglendi á Hamarsfjörður einnig, það var sett í nóvember fyrir tæpu ári og aðeins munaði sjónarmun – 70,5 m/sek er skráð í bækur frá þeim hvelli.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir ekki annað vitað en að þetta séu tvö hæstu gildi um styrk í vindhviðum sem mælst hafi á láglendi. Tvö ár eru síðan mælir var settur upp í Hamarsfirði og því er ekki ólíklegt að enn hærri tölur berist að austan á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert