Bygging mosku í Reykjavík samþykkt

Ráðhúsið í Reykjavík
Ráðhúsið í Reykjavík Mbl.is/Árni Sæberg

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti í dag út­hlut­un á lóð við Suður­lands­braut til Fé­lags múslima á Íslandi. Full­trú­ar Besta flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna greiddu all­ir at­kvæði með til­lög­unni, en full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins sátu all­ir hjá við at­kvæðagreiðsluna og létu fylgja bók­un. 

Biðja Alþingi um að end­ur­skoða lög

Þeir full­trú­ar sem samþykktu til­lög­una óska í bók­un sinni Fé­lagi múslima á Íslandi til ham­ingju með lóðina. Í bók­un  meiri­hlut­ans seg­ir einnig: „Borg­ar­ráð vill af þessu til­efni óska eft­ir því að Alþingi hefji end­ur­skoðun á þeim ákvæðum í lög­um um Kristni­sjóð o.fl. nr. 35/​1970 sem kveða á um að sveit­ar­fé­lög­um sé skylt að leggja til ókeyp­is lóðir und­ir kirkj­ur og und­an­skilja þær gatna­gerðar­gjaldi. Lög­in voru sett á tíma þegar trú­ar­líf þjóðar­inn­ar var al­menn­ara og eins­leit­ara og meiri sátt ríkti um þátt­töku op­in­berra aðila í rekstri trú­fé­laga. Á þeim tíma mátti færa fyr­ir því rök að eðli­legt væri að Reykja­vík­ur­borg léti frá sér án end­ur­gjalds lóðir und­ir kirkj­ur.“

Í bók­un borg­ar­ráðsfull­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að ít­rekað hafi verið bent á það að breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Soga­mýr­ar hefði átt að fella inn í vinnu að nýju aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur sem nær til árs­ins 2030 enda er á skjön við vinnu­brögð um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs að taka ein­stak­ar lóðir út fyr­ir sviga og láta mik­il­væga heild­ar­hugs­un í aðal­skipu­lagi víkja.

Bók­un meiri­hlut­ans í heild sinni: 

Borg­ar­ráð fagn­ar því að geta loks samþykkt um­sókn Fé­lags múslima á Íslandi um lóð und­ir mosku og ósk­ar múslim­um á Íslandi til ham­ingju með lóðina og vænt­an­lega upp­bygg­ingu. Úthlut­un lóðar­inn­ar í Soga­mýri er jafn­framt síðasti áfangi Reykja­vík­ur­borg­ar í að út­vega fjór­um trú­fé­lög­um lóðir und­ir til­beiðslu­hús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaút­hlut­an­ir til Ása­trú­ar­fé­lags­ins, Rúss­nesku rétt­trúnaðar­kirkj­unn­ar og Búdd­ista. Í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi nú­tím­ans má bú­ast við fjölg­un trú­fé­laga jafn­hliða fjölg­un þeirra sem enga trú iðka. Því tel­ur borg­ar­ráð það affara­sæl­ast í framtíðinni að trú­fé­lög sæki um og greiði fyr­ir lóðir í landi borg­ar­inn­ar líkt og er um aðra mik­il­væga starf­semi. Borg­ar­ráð vill af þessu til­efni óska eft­ir því að Alþingi hefji end­ur­skoðun á þeim ákvæðum í lög­um um Kristni­sjóð o.fl. nr. 35/​1970 sem kveða á um að sveit­ar­fé­lög­um sé skylt að leggja til ókeyp­is lóðir und­ir kirkj­ur og und­an­skilja þær gatna­gerðar­gjaldi. Lög­in voru sett á tíma þegar trú­ar­líf þjóðar­inn­ar var al­menn­ara og eins­leit­ara og meiri sátt ríkti um þátt­töku op­in­berra aðila í rekstri trú­fé­laga. Á þeim tíma mátti færa fyr­ir því rök að eðli­legt væri að Reykja­vík­ur­borg léti frá sér án end­ur­gjalds lóðir und­ir kirkj­ur. Það er tíma­skekkja að skylda sveit­ar­fé­lög ein­hliða til að ráðstafa dýr­mætu borg­ar­landi án end­ur­gjalds til þeirra trú­fé­laga sem sækj­ast eft­ir því. Reykja­vík­ur­borg styður eft­ir sem áður fjöl­breytt trú­ar­líf í borg­inni.

Bók­un minni­hlut­ans í heild sinni:

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks hafa ít­rekað bent á að breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Soga­mýr­ar hefði átt að fella inn í vinnu að nýju aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur sem nær til árs­ins 2030 enda er á skjön við vinnu­brögð um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs að taka ein­stak­ar lóðir út fyr­ir sviga og láta mik­il­væga heild­ar­hugs­un í aðal­skipu­lagi víkja. Þau sjálf­sögðu vinnu­brögð að vinna framtíðar­skipu­lag borg­ar­inn­ar á ein­um stað hefðu tryggt betra sam­ráð við borg­ar­búa. Það hefði verið æski­legt enda verið að breyta grænu svæði í bygg­ing­ar­land. Í apr­íl­mánuði 2011 var samþykkt ein­róma í skipu­lags­ráði að setja tíma­mörk í lóðaút­hlut­an­ir til trú­fé­laga þannig að lóðum yrði skilað aft­ur til borg­ar­inn­ar eft­ir tvö ár ef fram­kvæmd­ir hefðu ekki haf­ist. Þá var einnig samþykkt að trú­fé­lag skuli við út­hlut­un lóðar upp­lýsa um fjár­mögn­un fram­kvæmda. Trú­fé­lög greiða eng­in gatna­gerðar­gjöld og þess vegna ekki óeðli­legt að sett séu hóf­leg skil­yrði fyr­ir út­hlut­un­inni. Til­lag­an var samþykkt ein­róma í borg­ar­ráði mánuði síðar. Þrátt fyr­ir að borg­ar­ráð hafi samþykkt sér­staka skil­mála sem gilda eiga fyr­ir öll trú­fé­lög eru þeir ekki hluti af út­hlut­un­ar­skil­mál­um lóðar við Suður­lands­braut. Slík stjórn­sýsla er óskilj­an­leg. For­dæma­laust er að borg­ar­ráð kann­ist ekki við eig­in ákv­arðanir. Lág­marks­krafa hefði verið, ef full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna í borg­ar­stjórn vildu breyta fyrri samþykkt­um, að taka málið upp að nýju og gera breyt­ing­ar með form­leg­um hætti. Útil­okað er að standa að ákvörðun sem stjórn­sýslu­lega er væg­ast sagt vafa­söm. Tekið er und­ir að end­ur­skoða þarf ákvæði laga um Kristni­sjóð sem gera sveit­ar­fé­lög­um skylt að leggja til ókeyp­is lóðir und­ir kirkj­ur og til­beiðslu­hús án end­ur­gjalds. Þau ákvæði eiga ekki við í dag enda má bú­ast við því í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi nú­tím­ans að trú­fé­lög­um fjölgi jafn­hliða fjölg­un þeirra sem enga trú iðka. Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks styðja fjöl­menn­ingu, fjöl­breytt trú­ar­líf og jafn­ræði borg­ar­búa. End­ur­skoðun fyrr­greindra laga að þessu leyti mun styðja það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert