Bygging moskunnar taki þrjú ár

Ætluð staðsetning moskunnar.
Ætluð staðsetning moskunnar.

„Við stefn­um að því að geta tekið fyrstu skóflu­stung­una í vor, en fyrst höfðum við hugsað okk­ur að hafa góða sam­keppni um út­litið á mosk­unni í sam­vinnu við Arki­tekta­fé­lagið,“ seg­ir Sverr­ir Agn­ars­son, formaður Fé­lags múslima á Íslandi í kjöl­far ákvörðunar borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í dag um að veita fé­lag­inu lóð und­ir mosku. 

Kostnaður­inn 300 til 400 millj­ón­ir

Sverr­ir áætl­ar að bygg­ing­in geti tekið um 2-3 ár og kostnaður­inn við bygg­ing­una sé mjög gróf­lega áætlaður um 300 til 400 millj­ón­ir króna. Hvað varðar fjár­mögn­un seg­ir Sverr­ir fé­lagið leita út fyr­ir lands­stein­anna. „Við ætl­um að leita til múslima víða um heim, og þá helst ein­stak­linga. Fjár­mögn­un­in er ekki bein­lín­is haf­in, en við eig­um inni tölu­vert af lof­orðum og við verðum bara að fá þau efnt. Við eig­um rétt á að ganga í ein­hverja sjóði,“ seg­ir Sverr­ir. 

Hann seg­ir mikla ánægju ríkja meðal fé­lags­manna vegna ákvörðunar borg­ar­ráðs. „Þetta hef­ur samt legið fyr­ir nokkuð lengi. Andstaðan við mosk­una hef­ur ekki verið neitt sér­stök, það hef­ur alla veg­anna ekki verið neinn klassi yfir henni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert