Falla frá leiðtogakjöri

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Á aukafundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, nú síðdegis var samþykkt samhljóða að hætta við að fara þá leið að stjórn Varðar leggi til tvær leiðir við val á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Farin verður sú leið að halda prófkjör til að velja á listann.

Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar lagði fram sáttatillögu á stjórnarfundi Varðar í dag um að haldið yrði prófkjör í samræmi við 23. gr. prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins þann 16. Nóvember næstkomandi. Tilgangur tillögunar var að hans sögn að ná fram sem víðtækastri sátt á meðal flokksmanna. Tillaga Óttarrs var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundinum og er það von stjórnarinnar að fulltrúaráðið sameinist um þessa tillögu á fundi fulltrúaráðs sem fram fer í kvöld kl. 20. 

Á stjórnarfundi Varðar í gær var ákveðið að leggja tvær tillögur fyrir fulltrúaráðið í kvöld, um leiðtogakjör innan fulltrúaráðsins annars vegar og opið prófkjör hins vegar meðal flokksmanna.



Sjá einnig frétt mbl.is: Kjósa um tvær leiðir við val á lista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert