Hraunavinir með Ómar Ragnarsson í broddi fylkingar voru mættir að Gálgahrauni klukkan sjö í morgun til að fylgjast með aðgerðum verktaka við hraunið. Ómar segir að í gær hafi verið gert samkomulag um að ekki yrði byrjað að grafa í hraunið fyrr en eftir hádegi í dag og líklegast ekki fyrir helgi.
Fyrirtaka í máli Hraunavina gegn Vegagerðinni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun en Hraunavinir líta svo á að á meðan verið er að reka mál fyrir dómstólum um lögmæti vinnu við Álftanesveg í Gálgahrauni sé ekki heimilt að hefja þar vinnu. Ómar er harðorður í garð Gunnars Gunnarssonar, staðgengli Forstjóra Vegagerðarinnar, sem lét hafa eftir sér í gær að málareksturinn ætti ekki að hafa áhrif á vinnu við veginn þar sem hann teldi ólíklegt að Hraunavinir myndu hafa betur fyrir dómstólum.