Ísland verði fyrst út úr kreppunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, var gest­ur á sjón­varps­stöðinni CNBC í morg­un. Þar sagði hann meðal ann­ars að evru­svæðið hefði ekki lært þá lex­íu sem Ísland hefði neyðst til að læra. Ísland hefði fyrst orðið fyr­ir barðinu á krepp­unni en svo virt­ist sem það yrði fyrst út úr henni. Þá hefðu Íslend­ing­ar lært margt af ástand­inu.

Sig­mund­ur sagði að áhyggj­ur hans sneru einna helst að því hvernig mál­in muni þró­ast í Banda­ríkj­un­um og á Evru­svæðinu en þar væru markaðir sem eru Íslend­ing­um mjög mik­il­væg­ir.

Hér má sjá viðtalið við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son á CNBC.




mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert