Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var gestur á sjónvarpsstöðinni CNBC í morgun. Þar sagði hann meðal annars að evrusvæðið hefði ekki lært þá lexíu sem Ísland hefði neyðst til að læra. Ísland hefði fyrst orðið fyrir barðinu á kreppunni en svo virtist sem það yrði fyrst út úr henni. Þá hefðu Íslendingar lært margt af ástandinu.
Sigmundur sagði að áhyggjur hans sneru einna helst að því hvernig málin muni þróast í Bandaríkjunum og á Evrusvæðinu en þar væru markaðir sem eru Íslendingum mjög mikilvægir.
Hér má sjá viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson á CNBC.