Mótmæltu ræðu hershöfðingjans

Friðsamleg mótmæli við Norræna húsið í dag.
Friðsamleg mótmæli við Norræna húsið í dag. mbl.is/Eggert

Ung vinstri græn mótmæltu fyrir utan Norræna húsið í morgun en þar hélt Knud Bartels, hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, fyrirlestur. Mótmælin voru friðsamleg. Á spjöldum sem mótmælendurnir báru stóð m.a. „Enga stríðsleiki hér“ og „Ekki í okkar nafni“.

Á Facebook-síðu þar sem mótmælin voru boðið kom fram að utanríkisráðherra hefur nýverið boðað að ný ríkisstjórn muni auka þátttöku Íslands í hernaðarbandalaginu. „Með mótmælunum vilja Uvg vekja athygli á raunverulegri starfsemi NATÓ, sem hefur staðið fyrir óforskammaðri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóða heims í nafni lýðræðis og mannúðar. Þá ítreka Uvg þá skýlausu kröfu frá nýafstöðnum landsfundi að „að Íslendingar segi sig tafarlaust úr NATÓ, hætti að eyða fjármunum ríkissjóðs í stríðsrekstur og taki ekki lengur þátt í „mannúðarverkefnum” sem fela í sér morð og eyðileggingu samfélaga.““

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert