Burðarvirki Landsnets á heiðinni eru mörg hver farin að láta verulega á sjá af völdum ryðs og tæringar sem rekja má til brennisteinsvetnis í útblæstri frá Hellisheiðarvirkjun. Landsnet hefur fylgst sérstaklega með þróuninni en niðurstöðurnar benda til að áhrifin séu fyrst og fremst sjónræn.
Guðlaugs Sigurgeirssonar, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti, segir að engin merki séu um að burðarþol virkjanna hafi minnkað. Ryð muni þó eðli málsins samkvæmt á endanum ná að skemma málminn en miðað er við að burðarvirki af þessu tagi endist í 50-70 ár.
Ekkert mat hefur því verið lagt á tjón og engar formlegar viðræður hafa farið fram við Orkuveituna vegna málsins en Guðlaugur segir að áfram muni verða haft sérstakt eftirlit með burðarvirkjunum.