Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna í …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna í dag. Skjáskot af Bloomberg.com

„Nei, ég hef aldrei raun­veru­lega séð þá hags­muni sem heima­land mitt hefði af því að ger­ast aðili að Evr­ópu­sam­band­inu. Líkt og Nor­eg­ur og Græn­land, þessi ná­granna­lönd okk­ar í Norður-Atlants­haf­inu, höf­um við talið það þjóna lang­tíma­hags­mun­um okk­ar best að standa utan við sam­bandið.“

Þetta sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, í sam­tali við Bloom­berg-frétta­veit­una í dag þar sem hann var spurður hvort hann teldi að Ísland ætti ein­hvern tím­ann eft­ir að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Hann sagði ástæðu þess meðal ann­ars land­fræðilega staðsetn­ingu Íslands og auðlind­ir lands­ins. ESB væri hins veg­ar á sama tíma afar mik­il­væg­ur sam­starfsaðili Íslend­inga.

Spurður hvaða þjóðum Ólaf­ur teldi Íslend­inga eiga mesta sam­leið með benti for­set­inn á að Banda­ríkja­menn hefðu lengi verið ná­inn sam­starfsaðili Íslend­inga og ein ástæða reglu­legra heim­sókna hans til Banda­ríkj­anna væri sú að leggja sitt að mörk­um við að viðhalda því sterka sam­bandi. Hin Norður­lönd­in, Þýska­land og Bret­land hefðu að sama skapi alltaf verið mikl­ir banda­menn Íslands í Evr­ópu. Tengsl við vax­andi efna­hags­veldi í Asíu og víðar væru enn­frem­ur að aukast.

Viðtalið við Ólaf Ragn­ar Gríms­son

(Þau um­mæli að Ísland ætti ekki eft­ir að ganga í ESB voru áður rang­lega höfð eft­ir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­sæt­is­ráðherra, í frétt­inni. Um­mæl­in voru hins veg­ar Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands)

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka