Sparisjóður flugmanna hefur sig ekki til flugs

AFP

Ekki er grundvöllur fyrir stofnun Sparisjóðs flugmanna að mati sérstakrar nefndar sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) setti laggirnar sl. vetur til að kanna grundvöll fyrir slíkri stofnun. Nefndin hefur nú lokið störfum.

Fram kemur í nýjasta Fréttabréfi FÍA, að nefndin hafi kannað möguleika á stofnun nýs sjóðs og einnig möguleikann á kaupum á Sparisjóði sem þegar sé til. Þá hafi verið gerð skoðanakönnun  meðal félagsmanna um hvort stofnfé næðist fyrir stofnun sjóðs og var niðurstaða þeirrar könnunar jákvæð. 

„Niðurstaða nefndarinnar er hins  vegar sú að ekki sé grundvöllur fyrir að FÍA fari í stofnun sparisjóðs. Samkvæmt þeim forsendum sem notaðar voru til grundvallar rekstraráætlun fyrir stofnun og rekstri SPF er stærðarhagkvæmnin ekki nægjanleg til að réttlæta að halda áfram með verkefnið. Notað var tilbúið rekstrarlíkan fyrir fjármálastofnanir og markaðstölur fyrir rekstrarkostnað. Með því að byrja með mjög lítilli rekstrareiningu og nýta húsnæði FÍA í Hlíðasmáranum undir starfsemina, þá varð niðurstaðan samt sú að ekki væri rekstrarforsenda fyrir sjóðnum,“ segir í Fréttabréfi FÍA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert