Taka fyrir kröfu umhverfissamtakanna

Framkvæmdir í Gálgahrauni.
Framkvæmdir í Gálgahrauni. Ljósmynd/Reynir Ingibjartsson

Í morgun ákvað héraðsdómur Reykjavíkur að fram skyldi fara málflutningur um kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka, um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Málþingi, lögmannstofu umhverfissamtakanna.

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafði áður vísað lögbannsbeiðni náttúruverndarsamtakanna frá á þeim grunni að þau ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Umhverfisverndarsamtökin telja hins vegar að skýr ákvæði tilskipunar um mat á umhverfisáhrifum, sem er hluti af EES-samningnum, tryggi þeim raunverulega aðkomu að málum sem þessum þegar hagsmunir náttúrunnar eru í húfi.

Málflutningur um kröfu umhverfisverndarsamtakanna fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert