„Töluvert færri en ég bjóst við“

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tók í dag við rúmlega 69 þúsund undirskriftum þar sem því er mótmælt að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur úr Vatnsmýri. Rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir áskorunina en í samtali við mbl.is eftir afhendinguna sagði Jón að málefnalega yrði tekið á henni en sagðist engu að síður hafa búist við fleiri undirskriftum.

Það voru samtökin Hjartað í Vatnsmýri sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni á vefnum lending.is en Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og annar tveggja formanna samtakanna, segir að nú sé málið í höndum stjórnavalda þar sem hann vonast til að faglega verði tekið á því. Þetta sé fjölmennasta áskorun til stjórnvalda frá upphafi og hann vonast til að hún eigi eftir að vera jafn áhrifamikil og sambærilegar áskoranir hafa verið á undanförnum árum. Njáll Trausti gefur lítið fyrir skoðun Jóns um fjöldann sem safnaðist og segir hana lýsa vanþekkingu á málinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert