Gæti kostað mannslíf

Hannes Petersen við störf sem þyrlulæknir.
Hannes Petersen við störf sem þyrlulæknir.

Verið er að stofna allt að fimm mannslífum á ári í hættu verði uppsögnum lækna í þyrluáhöfnun Landhelgisgæslunnar haldið til streitu en þær taka gildi um næstu áramót. Þetta er mat Hannesar Petersens sem þjónað hefur sem læknir í þyrlunum í tæp sextán ár.

Þyrluútköll eru tæplega tvö hundruð á ári og fer læknir með í þau öll. Að sögn Hannesar eru verkefnin oft þess eðlis að inngrip læknis er ekki nauðsynlegt en ætla má að brýn þörf fyrir lækni sé í 10 til 15% tilvika. Þar af metur Hannes það svo að aðkoma læknis sé lífsnauðsynleg í 3% tilvika.

„Þetta snýst ekki um kaup og kjör okkar læknanna. Við erum allir í öðrum störfum innan heilbrigðiskerfisins og Háskóla Íslands,“ útskýrir Hannes. „Þessi læknavakt kostar hins vegar peninga og á þessum sparnaðartímum er Landhelgisgæslunni gert að velta við hverjum steini í sínum rekstri í þeim tilgangi að draga úr kostnaði. Niðurstaðan er sú að hætta að vera með lækna í áhöfn þyrlnanna,“ segir Hannes í umfjöllun um mál þetta í Sunnudagsmogganum, sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert