Íslendingar aldrei viljað í ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtalinu við Bloomberg-fréttaveituna í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtalinu við Bloomberg-fréttaveituna í gær. Skjáskot af Bloomberg.com

„Það eru enn sum­ir áhuga­sam­ir um að ganga í Evr­ópu­sam­bandið á Íslandi en al­mennt séð hafa Íslend­ing­ar aldrei verið mjög spennt­ir fyr­ir sam­band­inu eða samrunaþró­un­inni í Evr­ópu,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, í viðtali við Bloom­berg-frétta­veit­una í gær en rætt var við hann í London.

For­sæt­is­ráðherra benti á að þegar efna­hagskrís­an hafi staðið sem hæst hér á landi hafi þáver­andi rík­is­stjórn ákveðið að sækja um inn­göngu í ESB þrátt fyr­ir að ein­ung­is ann­ar af rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um hafi verið hlynnt­ur því. Venju­lega hafi aðeins einn stjórn­mála­flokk­ur á Íslandi stutt inn­göngu í sam­bandið. Al­menn­ing­ur hafi hins veg­ar ekki verið of spennt­ur fyr­ir þeirri ákvörðun.

„Síðan höf­um við orðið vitni að því hvernig hlut­irn­ir hafa þró­ast á evru­svæðinu þar sem at­vinnu­leysi hef­ur náð nýj­um hæðum, um 12% eða eitt­hvað þar um bil, og eng­inn hag­vöxt­ur. Á sama tíma er Ísland að ná sér aft­ur á strik. At­vinnu­leysi komið niður í 4,5%, vax­andi hag­vöxt­ur og rík­is­fjár­mál­in í betri mál­um von­andi með nýrri rík­is­stjórn. Það er erfitt fyr­ir þá sem vilja taka upp evr­una að út­skýra fyr­ir Íslend­ing­um hvað þeir græddu á því,“ sagði hann enn­frem­ur.

Viðtalið við Sig­mund Davið Gunn­laugs­son

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka