Í vonlausri baráttu á húsnæðismarkaði

Ingibjörg Ósk Elíasdóttir
Ingibjörg Ósk Elíasdóttir mbl.is/Rósa Braga

„Það eina sem ég veit er að 1. nóv­em­ber fer ég út á götu og veit ekki hvað tek­ur við,“ seg­ir Ingi­björg Ósk Elías­dótt­ir, þriggja barna móðir sem er á hrak­hól­um á hús­næðismarkaði. Yfir 500 manns eru skil­greind í brýnni þörf á biðlista eft­ir fé­lags­legu hús­næði í Reykja­vík. Ingi­björg er þar á meðal og mæt­ir miklu úrræðal­eysi í kerf­inu.

„Þetta er ekki óskastaða hjá nein­um,“ seg­ir Ingi­björg. Fyr­ir tveim­ur árum skildi hún við mann­inn sinn og hef­ur síðan búið með dætr­un­um tveim­ur, 6 og 16 ára, í tveggja her­bergja íbúð sem var í eigu ætt­ingja. Íbúðin hef­ur nú verið seld vegna skipt­ing­ar á dán­ar­búi og verður af­hent um mánaðamót októ­ber/​nóv­em­ber.

Öll úrræði full­nýtt

Son­ur Ingi­bjarg­ar, 13 ára, glím­ir við al­var­lega geðfötl­un og er nú í meðferð á vistheim­ili en veik­indi hans setja fjöl­skyld­unni þröng­ar skorður þegar kem­ur að hús­næði. 

„Þegar þú átt barn með fötl­un sem er erfitt að fá viður­kennda í kerf­inu þá þarftu að ganga langt á öll þau úrræði sem þú hef­ur,“ seg­ir Ingi­björg.

„Og allt í einu er kom­in upp sú staða að þú ert í von­lausri bar­áttu: Þú get­ur ekki fengið lán fyr­ir hún­sæði en gæt­ir held­ur ekki staðið und­ir því að leigja venju­lega íbúð á frjáls­um markaði, þótt hún væri lít­il. Og þú kemst ekki að í þessu fé­lags­lega kerfi, sem á að hjálpa þeim sem eru illa stadd­ir.“

Hundruð manna í brýnni þörf

Allt frá skilnaðinum hef­ur Ingi­björg verið á biðlista hjá Reykja­vík­ur­borg eft­ir fé­lags­legu hús­næði en ekk­ert gengið. Biðlist­ar hafa verið að lengj­ast frá ár­inu 2010. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fé­lags­bú­stöðum, sem reka fé­lags­legt leigu­hús­næði borg­ar­inn­ar, eru nú 809 manns á biðlista og þar af eru 523 skil­greind­ir í brýnni þörf.

Mörg­hundruð manns eru því á hrak­hól­um í höfuðborg­inni. Eins og greint hef­ur verið frá í fjöl­miðlum búa sum­ir þröngt í ósamþykktu og óvist­legu hús­næði, aðrir eru upp á ætt­ingja komn­ir. 

„Ég er kom­in á það stig að hafa hug­leitt að spyrja fé­lags­full­trú­ann minn hvort þau bjóði manni upp á að vera í gisti­skýli. Það er ekki auðvelt að troða sér upp á fólk með tvö börn, eða tvö og hálft barn, því þótt son­ur minn búi ekki hjá mér sem stend­ur er ég samt móðir hans og þarf að ann­ast hann,“ seg­ir Ingi­björg.

Skelfi­legt að bjóða barni upp á þetta

Al­mennt er þörf­in mest eft­ir 1-2 her­bergja íbúðum, en Ingi­björg er í þeim hópi sem vegna fjöl­skyldu­haga þarf á stærra hús­næði að halda. „[Fé­lags­mála­yf­ir­völd] vilja í raun ekki bjóða mér minna en 4 her­bergja íbúð, og ég ætti tækni­lega séð að vera skráð fyr­ir 5 her­bergja, en ég sé ekki fram á að geta greitt svo mik­inn kostnað. Per­sónu­lega myndi ég sætta mig við að fara í þriggja her­bergja íbúð frek­ar en að enda á göt­unni,“ seg­ir Ingi­björg.

„Staðan er það al­var­leg í dag að [son­ur­inn] get­ur ekki komið heim til mín nema í fylgd starfs­manns, en þar sem við stelp­urn­ar mín­um búum þannig að við erum hver ofan á ann­arri og ein í stof­unni, þá get ég ekki boðið þeim upp á að hann sé heima með ókunn­ug­um manni í þeirra litlu svefn- og lær­dómsaðstöðu. Þannig að hann get­ur tak­markað komið heim til sín, og það er skelfi­legt að bjóða barni upp á þess­ar aðstæður.“

Ingi­björg seg­ir mark­miðið að sjálf­sögðu vera að son­ur henn­ar geti flutt aft­ur inn á heim­ilið að lok­inni meðferð. Það verði þó ekki hægt án hús­næðis við hæfi. Hún seg­ist ef­ast um að hún hefði þurft að bíða svona lengi ef son­ur henn­ar væri í hjóla­stól. 

„Barnið er engu að síður með fötl­un, þótt það sjá­ist ekki utan á hon­um. Geðfatlan­ir eru lítt viður­kennd­ur flokk­ur og lít­il hjálp í boði, en það er op­in­ber­lega viður­kennt að ég get ekki boðið hon­um upp á að vera á flæk­ingi, að flytja á árs fresti. Hann verður að vera í stabílu hús­næði og ég hef ekk­ert val annað en fé­lags­lega kerfið.“

Vita ekki hvar þær enda næst

Staða dætra henn­ar er Ingi­björgu ekki síður áhyggju­efni. „Jafn­vel þótt þú sért ekki með veikt barn þá er tak­markað hvað hægt er að bjóða börn­um upp á að skipta um skóla og flytja milli hverfa. Ég vil ekki raska skól­an­um þeirra líka, það er nógu erfitt með annað í þeirra lífi.“

Íbúðin sem mæðgurn­ar munu senn missa er í Breiðholt­inu, en þangað til í vor sóttu syst­urn­ar leik- og grunn­skóla í gamla hverf­inu sínu í Grafar­vogi. Dval­ar­heim­ili drengs­ins er svo í Hafnar­f­irði.  Und­an­far­in tvö ár hafa því ein­kennst af skutli milli borg­ar­hluta svo Ingi­björg seg­ir ekki annað í boði en að eiga og reka bíl til að kom­ast á milli staða.

Þær vita ekki hvar þær enda næst. „Við fáum ekki að velja hverfi, ef það kem­ur að því að við fáum fé­lags­legt hús­næði þá verðum við bara að taka það sem býðst. Við gæt­um þurft að flytja á glæ­nýj­an stað og byrja al­veg upp á nýtt.“

Ingi­björg seg­ist hafa áhyggj­ur af því að eldri dótt­ir henn­ar gef­ist upp og hrekj­ist út í að flytja að heim­an á unga aldri vegna aðstæðna þeirra. 

„Þetta er basl þótt það sé allt í góðu lagi, en ef þú lend­ir í erfiðum aðstæðum er það ómögu­legt. Þetta er ekki eitt­hvað sem maður ætlaði að koma sér í, en stund­um æxl­ast hlut­irn­ir þannig að þú hef­ur lítið val og manni finnst að kerfið verði að geta brugðist við svona.“

Von­litl­ir kerf­is­starfs­menn

Ingi­björg seg­ist upp­lifa kerfið sem ráðalaust á fleiri en einu sviði, enda sé hún ekki aðeins að heyja hús­næðis­bar­áttu held­ur einnig bar­áttu fyr­ir vel­ferð and­lega veiks barns. Hún seg­ist þó ekki vilja setja út á neinn ákveðinn þátt í kerf­inu.

„Það er fullt af góðu fólki sem vinn­ur að þess­um mál­um og er allt af vilja gert en orðið upp­fullt af von­leysi. Maður hitt­ir alls kon­ar ráðgjafa frá hinum á þess­um stöðum sem eru þreytu­leg­ir, grá­ir og guggn­ir og maður fær bara sting í hjartað. Það hlýt­ur að vera skelfi­leg aðstaða fyr­ir starfs­menn að reyna og reyna en geta ekki hjálpað fólki.“

Aðspurð um þær til­lög­ur til úr­bóta á leigu­markaði sem nú eru til umræði á Alþingi seg­ist Ingi­björg von­ast til að umræðan dagi ekki uppi í nefnd held­ur verði eitt­hvað gert.

„Það er langt síðan hefði átt að vera búið að taka þessi mál fast­ari tök­um, því jafn­vel þótt það komi núna ákvörðun um að gera eitt­hvað, þá tek­ur það mánuði og ár að kom­ast í gagnið. En það er ekki hægt að bjóða ís­lensk­um al­menn­ingi upp á þetta. Það er eitt­hvað sér­kenni­legt að fólk í al­gjörri neyð bíði og bíði, jafn­vel árum sam­an, eft­ir hús­næði. Það get­ur ekki tal­ist eðli­legt.“

Mikill skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og mest er …
Mik­ill skort­ur er á leigu­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu og mest er þörf­in eft­ir 1-2 her­bergja íbúðum. mbl.is/​Golli
mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert