Afar fallegt sólarlag í kvöld

Ljósmynd/Jóhann Gunnar Helgason

Gera má ráð fyrir því að margir hafi fylgst hugfangnir með sólarlaginu í kvöld, en það var óvenju fallegt. Það var líkt og himinninn stæði í ljósum logum og skartaði hann gulum, appelsínugulum og rauðum litum.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Von er á norðaustan 3 til 8 m/sek, en norðvestan 5 til 10 m/sek norðaustantil fram á kvöld. Skýjað og úrkomulítið en bjartviðri fyrir sunnan. Austan 8 til 13 m/sek og rigning allra syðst seint í kvöld. Hæg austlæg átt og skýjað með köflum á morgun en austan 8 til 15 m/sek og rigning syðst en lægir og styttir upp þar annað kvöld. Hiti 2 til 10 stig að deginum, en víða næturfrost í innsveitum.

Sólarlagið í kvöld. Myndin er tekin í Kópavogi.
Sólarlagið í kvöld. Myndin er tekin í Kópavogi. Ljósmynd/Hjördís Vigfúsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert