„Fólk myndar bara mannlega keðju“

Framkvæmdir í Gálgahrauni.
Framkvæmdir í Gálgahrauni. Ljósmynd/Reynir Ingibjartsson

„Við búum okkur undir það að þurfa að vera á vaktinni á morgun,“ segir Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina. Beðið hefur verið með framkvæmdir í Gálgahrauninu sjálfu en Íslenskir aðalverktakar hafa unnið á svæðinu í kring. Þeirri vinnu er nú lokið að sögn Reynis og er vinnan í hrauninu þá framundan.

„Vegagerðin vill halda vinnunni áfram og þrýstir á verktakann. Verktakarnir vilja halda áfram sínu verki, eru væntanlega búnir með aðra staði og þá blasir hraunið bara við,“ segir Reynir. 

En hvað munu Hraunavinir gera, fari verktakarnir að vinna í hrauninu? „Fólk myndar bara keðju, mannlega hindrun.“

Á föstudaginn ákvað Héraðsdómur Reykjavíkur að fram skyldi fara málflutningur um kröfu fernra umhverfisverndarsamtaka, um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.

Frétt mbl.is: Taka fyrir kröfu umhverfissamtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert