Kári: Erum ekki að nota bestu lyfin

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. mbl.is/Golli

„Við erum held­ur ekki að nota okk­ur bestu lyf sem eru á markaði. Við erum að mestu leyti að nota lyf sem eru kom­in af einka­leyf­um, lyf sem eru ein­hvers staðar á milli 15 og 20 ára göm­ul. Við erum far­in að reka lækn­is­fræði sem er tölu­vert langt á eft­ir því sem ger­ist ann­ars staðar, til dæm­is í Skandi­nav­íu,“ sagði Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í út­varpsþætt­in­um Á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un en þar var m.a. rætt um heil­brigðis­kerfið. 

„Staðreynd­in er sú að við þurf­um að fjár­festa mjög mikið [í heil­brigðis­kerf­inu] bara svo við höf­um tækja­búnað til að geta stundað nú­tíma­lækn­is­fræði.“ 

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, benti á að vel menntað fólk væri starf­andi í heil­brigðisþjón­ust­unni á Íslandi. „Engu að síður hef­ur maður áhyggj­ur af því að starfs­fólk er að fara úr landi og að end­ur­nýja þurfi tækja­kost.“

Kári sagði að skorið hefði verið niður á Land­spít­ala og í heil­brigðis­kerf­inu allt frá ár­inu 2003. „Þó að við höf­um að minnsta kosti á papp­ír­um átt að heita mjög rík þá.“

Hann sagði því ekki hægt að kenna efna­hags­hrun­inu ein­göngu um það sem búið væri að ger­ast í heil­brigðisþjón­ust­unni. „Við sváf­um á verðinum þegar kom að heil­brigðis­kerf­inu og vor­um búin að gera það í að minnsta kosti ára­tug áður en hrunið átti sér stað.“

Kári sagði að hér á landi starfaði margt mjög gott heil­brigðis­starfs­fólk. „Ég held því fram að það sé hægt að reka mjög góða lækn­is­fræði á Íslandi. Ég er ekki í nokkr­um vafa um það að þetta sam­fé­lag rétt­ir úr kútn­um. Ég er ekki í nokkr­um vafa um að við get­um búið við mjög góð lífs­skil­yrði á Íslandi. Það er hins veg­ar ým­is­legt sem bend­ir til þess að við séum kannski ekki að þræða rétta leið akkúrat núna.“

Kári vitnaði í er­lenda hag­fræðinga og sagði þá halda því fram að til að byggja upp efna­hag eft­ir hrun þurfi að byrja á því að byggja upp heil­brigðis­kerfið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka