Lögregla kölluð til að Gálgahrauni

Hraunavinir í Gálgahrauni í morgun.
Hraunavinir í Gálgahrauni í morgun. Mbl.is/Júlíus

Lögregla var kölluð til af verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum um ellefuleytið í morgun, en Hraunavinir hafa staðið vaktina í Gálgahrauni í allan morgun. Framkvæmdir áttu að hefjast þar í morgun en um tuttugu mótmælendur standa fyrir framan tvær gröfur og neita að færa sig. Ekkert hefur verið unnið í hrauninu í dag.

Lögregla ræddi við mótmælendur og starfsmenn ÍAV. Voru mótmælendur beðnir um að færa sig en sögðust þeir ekki geta orðið við því. Lögregla yfirgaf svæðið um tíma en er komin aftur á staðinn og fylgist með úr fjarlægð.

Starfsmenn ÍAV settu upp keilur í morgun til að afmarka vinnusvæðið en þá voru um 15 til 20 félagar í samtökunum Hraunavinum saman komnir í Gálgahrauni. Meðal mótmælenda eru Ómar Ragnarsson og Eiður Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra.

Frétt mbl.is: Aðgerðir í Gálgahrauni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert