Samdráttur líklega framundan

Líkur á samdrætti landsframleiðslu eru nú hinar mestu síðan árið …
Líkur á samdrætti landsframleiðslu eru nú hinar mestu síðan árið 2007. mbl.is/Golli

Í leiðandi hagvísi Analytica kemur fram að líkur á að samdráttarskeið sé framundan séu nú þær mestu frá árinu 2007. Þegar litið er á árið 2013 í heild bendir hagvísirinn til þess að hagvöxtur verði dræmur eða um 1-2%.

Hagvísirinn, sem er vísitala, lækkaði í ágúst, fjórða mánuðinn í röð, og bendir hann nú til þess að efnahagsumsvif minnki næstu mánuði.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í Morgunblaðinu í dag, að spáin samræmist því sem samtökin hafi óttast að hafi verið að gerast. „Það hafa verið ýmis merki um að hagkerfið hafi verið að hægja á sér en aftur á móti hafa einnig verið jákvæð teikn á lofti,“ segir Þorsteinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert