Verði notað sem flestum til góðs

Seðlabankinn telur að tekjuháir myndu hagnast mest á niðurfærslum.
Seðlabankinn telur að tekjuháir myndu hagnast mest á niðurfærslum. mbl.is/Jim Smart

Alþýðusamband Íslands leggst gegn flatri niðurfellingu húsnæðisskulda óháð fjárhags- og skuldastöðu heimila, án þess að fyrir liggi hvaðan fjármunir eigi að koma.

Sem kunnugt er hyggst ríkisstjórnin nota afskriftir til að leiðrétta áhrif verðbólgu í kringum efnahagshrunið á verðtryggð íbúðalán með leiðum sem ætlunin er að starfshópur kynni í haust.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá bendir greining Seðlabankans á tölum Hagstofu Íslands til að niðurfærslur myndu gagnast tekjuháum mest, enda eru heimili í tveim hæstu tekjuþrepunum með um helming íbúðaskulda.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,  andvígur því að nota almannafé til að afskrifa húsnæðislán fyrir tekjuhæstu hópa samfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert