Dregur úr áfengisneyslu ungmenna

Dregið hefur úr áfengis- og vímunefnaneyslu ungmenna síðustu ár.
Dregið hefur úr áfengis- og vímunefnaneyslu ungmenna síðustu ár. mbl.is/Kristinn

Dregið hef­ur úr áfeng­is- og vímu­efna­neyslu ung­linga. Þetta kem­ur fram í Rann­sókn á vímu­efna­notk­un fram­halds­skóla­nema á Íslandi árið 2013, sem Rann­sókn­ir og grein­ing við Há­skól­ann í Reykja­vík fram­kvæmdu.

Vímu­efna­neysla hef­ur minnkað gríðarlega meðal ung­linga í efstu bekkj­um grunn­skóla und­an­far­in 15 ár, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Þá hef­ur hún einnig minnkað veru­lega meðal nem­enda í fram­halds­skól­um frá ár­inu 2000. Til sam­an­b­urðar er ölv­un­ar­drykkja nem­enda, 16 og 17 ára í fram­halds­skól­um í ár, 2013 um 35%, en árið 1998 var hún 42% í 10. bekk. Stærsta stökkið í neyslu verður þegar ein­stak­ling­ur hef­ur nám í fram­halds­skóla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert