Er 300 daga að afgreiða kærur

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu bíða núna rúm­lega 200 kær­ur vegna af­greiðslu Útlend­inga­stofn­un­ar og það tek­ur ráðuneytið að meðaltali rúm­lega 300 daga að af­greiða hvert mál. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra seg­ir þetta of lang­an tíma og það sé al­gert for­gangs­verk­efni að hraða af­greiðslu mála.

Mbl.is fjallaði í síðustu viku um mál Romy­lyn Patty Faiga­ne, 22 ára konu frá Fil­ipps­eyj­um, sem sótt hef­ur um dval­ar­leyfi hér á landi. Það tók inn­an­rík­is­ráðuneytið 14 mánuði að af­greiða kæru sem hún sendi vegna af­greiðslu Útlend­inga­stofn­un­ar á um­sókn henn­ar.

„Ég get ekki tjáð mig um ein­stök mál, en ég tel að þetta mál, eins og mörg önn­ur mál, hafi verið of lengi í af­greiðslu. Það þarf að bæta,“ seg­ir Hanna Birna.

„Við telj­um þetta al­gert for­gangs­verk­efni“

Hún sagði nauðsyn­legt að hraða af­greiðslu mála bæði hjá Útlend­inga­stofn­un og hjá ráðuneyt­inu. „Kær­um vegna þess­ara mála hef­ur fjölgað mikið á síðustu miss­er­um. Und­an­farið höf­um við verið í mik­illi vinnu inn­an ráðuneyt­is­ins með það að mark­miði að þessi mál gangi hraðar fyr­ir sig. Við telj­um þetta al­gert for­gangs­verk­efni. Bæði er þetta óá­sætt­an­legt gagn­vart þeim sem eiga í þess­um sam­skipt­um við stjórn­völd og eins er þetta mjög kostnaðarsamt.“

Hanna Birna sagði það því miður ekki eins­dæmi að það tæki ráðuneytið meira en eitt ár að af­greiða kær­ur vegna dval­ar­leyfa. „Það tek­ur að jafnaði rúm­lega 300 daga að af­greiða mál. Málsmeðferðar­tími vegna hæl­is­mála og vegna dval­ar­leyf­is­mála er yf­ir­leitt rúm­lega ár, sem er gríðarlega lang­ur tími. Við höf­um verið að leita í smiðju Norðmanna sem byggja á svipaðri lög­gjöf og við, en tryggja með ákveðnu verklagi að mál af­greiðast hraðar. Viðkom­andi aðili fær þá fyrr nei eða já. Þetta hef­ur gengið mjög vel hjá Norðmönn­um og þeim tekst að vinna mál­in hraðar og bet­ur.“

Fái svar inn­an 48 tíma

Kær­ur sem inn­an­rík­is­ráðuneytið fær og varða um­sókn­ir til Útlend­inga­stofn­un­ar eru af ýmsu tagi. Þetta eru mál sem varða hæl­is­um­sókn­ir, dval­ar­leyfi, brott­vís­un og vega­bréfs­árit­un. Mál sem varða hæl­is­um­sókn­ir og dval­ar­leyfi eru erfiðustu mál­in og taka mest­an tíma.

„Sú vinna sem er í gangi í ráðuneyt­inu snýr öll að þessu verklagi. Þegar viðkom­andi kem­ur og sæk­ir um hæli eða dval­ar­leyfi, þá er hægt að byggja á lista sem Nor­eg­ur hef­ur unnið í sam­ræmi við at­hug­un Sam­einuðu þjóðanna yfir svo­kölluð ör­ugg lönd. Það þýðir að fólk fær inn­an 48 tíma svar um hvort viðkom­andi telst upp­fylla skil­yrði um póli­tískt hæli eða ekki. Það hraðar málsmeðferðinni mjög mikið. Viðkom­andi þarf síðan ekki að vera stadd­ur í land­inu ef hann ósk­ar eft­ir end­ur­skoðun ákvörðun­ar­inn­ar.“

Fólk frá ESB sæk­ir um hæli

Hanna Birna nefndi sem dæmi að all­marg­ar hæl­is­um­sókn­ir hér á landi væru frá fólki sem kæmu frá Evr­ópu­sam­bands­lönd­um. Í Nor­egi væru slík­ar um­sókn­ir aldrei af­greidd­ar sem hæl­is­um­sókn­ir held­ur færu í ann­an far­veg sem tæki miklu styttri tíma.

Hanna Birna sagði til skoðunar í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu að í stað þess að um­sækj­andi áfrýjaði niður­stöðu Útlend­inga­stofn­un­ar til ráðuneyt­is­ins sé áfrýjað til sér­stakr­ar áfrýj­un­ar­nefnd­ar. Hún sagði það reynslu er­lend­is að þetta væri fallið til að flýta af­greiðslu mála.

Hanna Birna sagði stefnt að því að nýj­ar verklags­regl­ur yrðu tekn­ar upp hér á landi um ára­mót. Hún tók fram að málið hefði verið unnið í sam­ráði við stofn­an­ir og sam­tök sem koma að þess­um mál­um. Hún sagði að eldri mál yrðu ekki af­greidd eft­ir þess­um nýju regl­um held­ur ein­ung­is ný mál.

Hanna Birna sagði að til að bregðast við fjölg­un um­sókna hefði verið bætt við lög­fræðing­um bæði í ráðuneyt­inu og hjá Útlend­inga­stofn­un og þannig hefði tek­ist að hraða af­greiðslu. „Við höf­um hins veg­ar líka velt fyr­ir okk­ur hvort verklagið við þessi mál sé á heild­ina litið of flókið, of um­fangs­mikið. Dæm­in frá Nor­egi benda til að svo sé. Þeir voru að jafnaði 333 daga að af­greiða þess­ar um­sókn­ir, en í ljós kom að unnið var í máli viðkom­andi hæl­is­leit­anda eða dval­ar­leit­anda að meðaltali í aðeins tvo og hálf­an vinnu­dag. Það er því eitt­hvað við kerfið okk­ar sem ger­ir þetta óskap­lega þungt í vöf­um. Það er sér­stak­ur starfs­hóp­ur í ráðuneyt­inu að skoða skriffinnsk­una í kring­um þetta og ég vona að okk­ur tak­ist að gera þetta bet­ur - bæði fyr­ir þá sem sækja um og þá sem með skött­un­um sín­um greiða fyr­ir þessa þjón­ustu.“

Málið í vinnslu hjá Útlend­inga­stofn­un

Mbl.is spurði einnig Útlend­inga­stofn­un um mál Romy­lyn, en stofn­un­in hef­ur óskað eft­ir frek­ari gögn­um um um­sókn sem húnn sendi Útlend­inga­stofn­un í maí á síðasta ári. Stofn­un­in af­greiddi um­sókn­ina í júní og neitaði að af­greiða um­sókn­in á grund­velli laga sem kveða á um að um­sækj­andi megi ekki vera stadd­ur á land­inu þegar um­sókn er lögð fram. Romy­lyn kærði þá niður­stöðu til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Ráðuneytið svaraði kær­unni í ág­úst sl.

Ráðuneytið felldi ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar úr gildi og heim­ilaði jafn­framt Romy­lyn að dvelja hér á landi meðan verið væri að af­greiða um­sókn henn­ar. Útlend­inga­stofn­un tel­ur hins veg­ar að vott­orð sem Romy­lyn hef­ur skilað inn séu ófull­nægj­andi og vill að þeim verði skilað inn að nýju.

Eft­ir að Romy­lyn fékk bréfið tók hún ákvörðun um að fara úr landi vegna þess að hún taldi ljóst að af­greiðsla máls­ins myndi drag­ast í 6-8 mánuði til viðbót­ar og alls óvíst væri um niður­stöðuna.

„Þetta mál er í vinnslu hjá okk­ur, en að öðru leyti tjá­um við okk­ur ekki um ein­stök mál. Þegar er verið að vinna um­sókn­ir um dval­ar­leyfi á grund­velli sér­stakra tengsla við landið þá fer fer fram ít­ar­leg vinna hjá okk­ur,“ seg­ir Þor­steinn Guðmunds­son, sviðsstjóri hjá Útlend­inga­stofn­un.

Romylyn Patty Faigane fór af landi brott um miðjan þennan …
Romy­lyn Patty Faiga­ne fór af landi brott um miðjan þenn­an mánuð. Hún treysti sér ekki leng­ur til að bíða eft­ir af­greiðslu á um­sókn henn­ar um dval­ar­leyfi.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert