Í skólablaði nemendafélags Verslunarskóla Íslands, Viljinn, spyr einn nemandi skólans, Darri Freyr Atlason, af hverju skólinn sé ekki meðal þeirra bestu.
Í grein sem hann skrifar í blaðið vitnar hann til samantektar á meðaleikunn háskólanema eftir framhaldsskóla á árunum 2008 til 2011.
Í samantektinni er tekin saman meðaleinkunn nemenda á fimm sviðum, þ.e. félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði, hugvísindasviði, menntavísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði. Á engu þessara sviða mælist Verslunarskólinn efstur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.