Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýja stjórn Íbúðalánasjóðs. Formaður stjórnarinnar er Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir lögmaður og tekur hún við af Jóhanni Ársælssyni.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í dag á vef Kauphallarinnar. Samkvæmt breytingum á lögum um húsnæðismál frá júlí 2012 er nú gerð krafa um að forstjóri og stjórn sjóðsins standist kröfur Fjármálaeftirlitsins um hæfi.
Stjórn Íbúðalánasjóðs er skipuð eftirtöldum fulltrúum:
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður, formaður stjórnar
Hrund Hafsteinsdóttir, lögmaður, varaformaður
Haukur Ingibergsson, f.v. forstjóri Þjóðskrár Íslands, aðalmaður
Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri, aðalmaður
Stefán Ólafsson, prófessor félagsvísindadeild HÍ, aðalmaður
Til vara:
Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
Jóhann Birgisson, bankamaður
Halldóra Hauksdóttir, lögfræðingur
Margrét Rósa Sigurðardóttir, framhaldsskólakennari
G. Valdimar Valdimarsson, kerfisfræðingur
Ingibjörg útskrifaðist með meistaragráðu (LL.M) í alþjóða- og samanburðarlögfræði frá George Washington University Law School árið 2003. Ingibjörg tók lögmannsréttindi hjá Lögmannafélagi Íslands árið 2000. Hún lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 1998. Ingibjörg er sjálfstætt starfandi lögmaður og einn af stofnendum og eigendum lögmannsstofunnar Land lögmenn.