Heimilt að veiða tólf daga

Um­hverf­is- og auðlindaráðherra Sig­urður Ingi Jó­hanns­son hef­ur ákv­arðað að veiðidag­ar rjúpu í ár verði tólf tals­ins sem skipt­ast á fjór­ar helg­ar á tíma­bil­inu 25. októ­ber til 17. nóv­em­ber 2013. Leyfi­leg heild­ar­veiði á rjúp­um er 42.000 rjúp­ur og er miðað við 6-7 fugla á hvern veiðimann.

Áfram verður sölu­bann á rjúp­um og er Um­hverf­is­stofn­un falið að fylgja því eft­ir. Að óbreytt­um for­send­um er lagt til að þetta fyr­ir­komu­lag hald­ist a.m.k. næstu þrjú ár.

Ákvörðunin er byggð á grunni ráðgjaf­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands sem unnið hef­ur vís­inda­legt mat á stærð veiðistofns rjúp­unn­ar og veiðiþoli hans, og ráðgjaf­ar Um­hverf­is­stof­un­un­ar um stjórn rjúpa­veiðanna, seg­ir í til­kynn­ingu.

Rjúpna­stofn­inn er ekki stór um þess­ar mund­ir. Þó er stofn­mæl­ing­in ívið hærri en í fyrra og vís­bend­ing­ar um að viðkoma stofns­ins hafi verið nokkuð góð í sum­ar.

Stjórn­völd hafa það sem meg­in­stefnu að nýt­ing rjúpna­stofns­ins skuli vera sjálf­bær, sem og annarra lif­andi auðlinda. Jafn­framt skuli rjúpna­veiðimenn stunda hóf­lega veiði til eig­in nota. Til að vinna að því eru stundaðar mik­il­væg­ar rann­sókn­ir og vökt­un á stofn­in­um og síðan rekið stjórn­kerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálf­bær nýt­ing.

Meg­inþætt­ir veiðistjórn­un­ar á rjúpu hafa verið þrír; 1. sölu­bann, 2. hvatn­ing um hóf­semi og 3. sókn­ar­dag­ar.

Sölu­bann rjúp­um virðist hafa skilað ár­angri. Þannig hef­ur heild­ar­veiði rjúpu minnkað mikið á und­an­förn­um árum og er orðin meira í sam­ræmi við þau mark­mið stjórn­valda að nýt­ing rjúpa­stofn­ins skuli snú­ast um hóf­lega veiði til eig­in nota.

Hvatn­ing um hóf­semi virðist jafn­framt hafa skilað ár­angri. Um það vitna m.a. veiðitöl­ur úr veiðikor­ta­kerf­inu. Mik­il­vægt er hins veg­ar að halda já­kvæðri hvatn­ingu um það áfram, en hóf­semi við rjúpna­veiðar felst m.a. í þv í að hver veiðimaður veiði ekki fleiri rjúp­ur en hann þarf eða að jafnaði 6-7 fugla, auk þess að gæta þess að særa ekki fugl um­fram veiði og fleiri slík atriði.

Leyfi­leg­ir sókn­ar­dag­ar hafa und­an­far­in tvö ár verið 9 og tengd­ir fjór­um helg­um. Sókn­ar­daga­kerfið er mik­il­væg­ur þátt­ur veiðistjórn­un­ar­inn­ar og skap­ar um­gjörð um veiðisókn­ina.

Til­laga ráðherra varðandi rjúpna­veiðar 2013 er eft­ir­far­andi:

1. Leyfi­leg heild­ar­veiði árið 2013 eru 42.000 rjúp­ur sbr. mat Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands á veiðiþoli stofns­ins.

2. Sölu­bann verður á rjúp­um. Um­hverf­is­stofn­un er falið að fylgja því eft­ir.

3. Hóf­semi skuli vera í fyr­ir­rúmi: Veiðimenn eru ein­dregið hvatt­ir til að sýna hóf­semi og miða veiðar við 6-7 fugla pr. veiðimann. Jafn­framt eru veiðimenn sér­stak­lega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl um­fram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkv­ar. Um­hverf­is­stofn­un verður falið að  hvetja til hóf­semi í veiðum.

4. Veiðivernd­ar­svæði verður áfram á SV-landi, líkt og und­an­far­in ár. Jafn­framt verður sett af stað vinna á veg­um ráðuneyt­is­ins, í sam­starfi við helstu hags­munaðaila, við að kanna hvernig auka megi um­fang slíkra svæða.

5. Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skipt­ast á fjór­ar helg­ar:

a. Föstu­dag­inn 25. októ­ber til sunnu­dags 27. októ­ber. 3 dag­ar.

b. Föstu­dag­inn 1. nóv­em­ber til sunnu­dags 3. nóv­em­ber. 3 dag­ar.

c. Föstu­dag­inn 8. n vem­ber til sunnu­dags 10. nóv­em­ber. 3 dag­ar.

d. Föstu­dag­inn 15. nóv­em­ber til sunnu­dags 17. nóv­em­ber. 3 dag­ar.

6. Fyr­ir­sjá­an­leiki. Lagt er til að þetta fyr­ir­komu­lag gildi áfram, þ.e. komi ekki eitt­hvað óvænt uppá í ár­legri mæl­ingu og rann­sókn­um á rjúpna­stofn­in­um eða um­bæt­ur í stjórn­kerfi veiðanna, er gert ráð fyr­ir að fyr­ir­komu­lag veiðanna verði með þess­um hætti amk. næstu þrjú ár.

Þetta fyr­ir­komu­lag er á svipuðum grunni og í fyrra, en þó er reynt að gera fyr­ir­komu­lagið skýr­ara og fyr­ir­sján­legra. Í fyrra var leyft að veiða fjór­ar helg­ar, bæði 2 og 3 daga og einnig var veiði ekki heim­iluð eina helgi inn­an tíma­bils­ins. Með þessu fyr­ir­komu­lagi sem nú er boðað eru fyr­ir­mæl­in skýr­ari, leyft er að veiða fjór­ar helg­ar sam­fellt, frá föstu­degi til sunnu­dags.

Al­mennt um stjórn veiðanna

Í ráðgjöf Um­hverf­is­stofn­un­ar nú í ár er fjallað sér­stak­lega um sókn­ar­dag­ana, og færð rök fyr­ir því að svo fáir dag­ar hafi ekki mik­il áhrif til sókn­ar­stýr­ing­ar þar sem flest­ir veiðimenn fari færri en 4 daga til veiða, auk þess sem mikið álag verði á veiðislóð þessa daga. Það geti svo aft­ur haft áhrif á ör­yggi veiðimanna og at­ferli. Stofn­un­in legg­ur því áherslu að sókn­ar­dög­um verði fjölgað.

Í ráðgjöf Nátt­úru­fræðistofn­un­ar um mat á stærð veiðistofns og veiðiþoli er dregið skýrt fram að óvissa sé enn veru­leg tengd sk. viðbót­arafföll­um, sem ekki eru að fullu skýrð. Til að treysta bet­ur setn­ingu viðmiða um sjálf­bæra nýt­ingu stofns­ins þarf að vinna við að skýra or­sak­ir þeirra frek­ar.

Meðan svo er tel­ur ráðuneytið ekki ábyrgt að veiðidög­um verði fjölgað veru­lega, en legg­ur til ein­fald­ara sókn­ar­daga­fyr­ir­komu­lag en verið hef­ur und­an­far­in ár og smá­vægi­lega fjölg­un þeirra til sam­ræm­is við ábend­ing­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Ráðuneytið hyggst vinna að styrk­ingu stjórn­un­ar rjúpna­veiðanna og skoðun á um­bót­um á sókn­ar­daga­kerf­inu. Liður í því verður að kanna bet­ur tæki­færi á aukn­um veiðivernd­ar­svæðum fyr­ir rjúpu og eins því hvort stuðla megi að svæðis­bund­inni stjórn veiðanna, líkt og þekk­ist meðal ann­ars í ná­granna­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert