Hraunavinir reisa skilti

Hraunavinir brugðu á það ráð í morgun að setja upp skilti við hraunið sem á stendur að svissneska fyrirtækið Marti Holding sé þar að störfum. Íslenskir Aðalverktakar eru í eigu félagsins og Hraunavinir vilja að fólk viti af því að það sé erlent fyrirtæki sem standi að framkvæmdinni. 

Gunnsteinn Ólafsson, Hraunavinur, segir aðspurður að því hvort þetta sé málefnalegt þar sem Vegagerðin sé verkkaupi og standi í raun fyrir framkvæmdinni, að þetta sé sannleikurinn og að hann sé alltaf málefnalegur.

Ekki taka allir undir afstöðu Hraunavina og þeirra sem vilja koma í veg fyrir að nýr Álftanesvegur verði lagður yfir Hraunið. Stuðningsmenn nýs vegar hafa t.a.m stofnað hóp á Facebook þar sem málin eru rædd en Gunnsteinn óttast ekki að almenningsálitið snúist gegn mótmælendum Hraunavinir séu að fylgja því eftir að farið verði að lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert