Lýsa vantrausti á umhverfisráðherra

Hraunholtslækur í Garðabæ
Hraunholtslækur í Garðabæ mbl.is/Ómar Óskarsson

Náttúruverndarsamtök Íslands mótmæla yfirlýsingu umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um að hann muni leggja fram frumvarp um að afturkalla náttúruverndarlög, harðlega.Lýsa samtökin yfir vantrausti á ráðherra í tilkynningu sem þau haf sent frá sér.

„Hún er til marks um fjandsamlega afstöðu hans til náttúruverndar. Hann hefur allt á hornum sér. Fyrst lýsti hann vilja sínum til að leggja niður umhverfisráðuneytið, því næst tók hann undir kröfu iðnaðarráðherra um að Norðlingaölduveita yrði byggð þvert á niðurstöður rammáætlunar og lög þar um og nú vill ráðherra rífa niður náttúruverndarlög sem voru nær fjögur ár í undirbúningi,“ segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert