Maður sem fæddist árið 1976 kynntist blóðföður sínum ekki fyrr en í fyrra, árið 2012.
Faðirinn fór í DNA-próf sem leiddi í ljós að 99% líkur væru á að hann væri faðir mannsins og þegar maðurinn höfðaði dómsmál til að fá sittt rétta faðerni skráð tók faðirinn undir kröfu sonar síns, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Málinu var hins vegar vísað frá dómi þar sem maðurinn hafði verið ættleiddur af uppeldisföður sínum árið 2003. Dómstólar töldu að ekki yrði „litið fram hjá því grundvallaratriði ættleiðingar, að hún verður aldrei aftur tekin“.