Ættleiðing verður aldrei aftur tekin

Maðurinn ólst upp með móður sinni og sambýlismanni hennar. Óvissa …
Maðurinn ólst upp með móður sinni og sambýlismanni hennar. Óvissa um faðernið olli honum hugarangri allt frá því að hann komst til vits og ára. mbl.is/Kristinn

Maður sem fædd­ist árið 1976 kynnt­ist blóðföður sín­um ekki fyrr en í fyrra, árið 2012.

Faðir­inn fór í DNA-próf sem leiddi í ljós að 99% lík­ur væru á að hann væri faðir manns­ins og þegar maður­inn höfðaði dóms­mál til að fá sittt rétta faðerni skráð tók faðir­inn und­ir kröfu son­ar síns, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Mál­inu var hins veg­ar vísað frá dómi þar sem maður­inn hafði verið ætt­leidd­ur af upp­eld­is­föður sín­um árið 2003. Dóm­stól­ar töldu að ekki yrði „litið fram hjá því grund­vall­ar­atriði ætt­leiðing­ar, að hún verður aldrei aft­ur tek­in“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert