Fundu eggvopn við handtökuna

Alls voru fimmtán karl­ar hand­tekn­ir í aðgerðum Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í Kópa­vogi í morg­un. Þeir voru færðir til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu, en nokkr­um þeirra hef­ur þegar verið sleppt úr haldi. Lík­legt þykir að hinir losni einnig úr haldi lög­reglu þegar líður á dag­inn, en rann­sókn máls­ins miðar vel. Menn­irn­ir eru all­ir af er­lendu bergi brotn­ir og eru enn frem­ur með stöðu hæl­is­leit­enda, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eins og fram hef­ur komið var lagt hald á muni og lít­il­ræði af fíkni­efn­um í aðgerðum lög­regl­unn­ar. Einn mann­anna hef­ur játað eign sína á fíkni­efn­un­um og telst sá hluti máls­ins upp­lýst­ur. Á meðal muna sem lög­regl­an tók í sína vörslu eru eggvopn, sem eru tal­in brjóta í bága við vopna­lög­gjöf.

Við aðgerðirn­ar í morg­un naut lög­regl­an aðstoðar sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og fíkni­efna­leit­ar­hunda frá toll­in­um.

Frétt mbl.is: 13 hand­tekn­ir í Kópa­vogi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka