Hannar geimbúninga framtíðarinnar

Karl ásamt Mae Jemison á ráðstefnu í Houston í síðustu …
Karl ásamt Mae Jemison á ráðstefnu í Houston í síðustu viku. Ljósmynd/Rich Green for 100 Year Starship

Dr. Karl Aspelund, mannfræðingur og lektor í hönnun við University of Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur tekið höndum saman við Mae Jamison, fyrstu svörtu konuna til að fara út í geim, um að skoða mögulega hönnun á geimfatnaði í framtíðinni.

Karl segir framtíðina vera í efnum á borð við pólýester sem endalaust megi endurvinna. Í dag fer mikil orka í framleiðslu á fatnaði og slíkt geti ekki átt sér stað í framtíðinni. Leysa þurfi þann vanda og finna ódýrari og umhverfisvænni leiðir í framleiðslu á fötum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Karl t.d. að 5.678 lítrar af vatni fari í gallabuxur. Rannsóknir Karls eru hluti af verkefni sem nefnist 100 ára stjarnflaugin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert