Hundruð að missa vinnuna

Á Atvinnumessu í Laugardalshöll.
Á Atvinnumessu í Laugardalshöll. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þessar ráðningar eru mjög viðkvæmar. Fyrirtækin fá styrki í sex mánuði til þess að bæta við sig fólki. Það ræðst mikið af ganginum í efnahagslífinu hvort framhald verður á þessum ráðningum eða ekki.“

Þetta segir Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri átaksverkefnisins Liðsstyrks, í Morgunblaðinu í dag um tímabundnar ráðningar fólks sem hafði misst rétt til atvinnuleysisbóta.

Alls urðu til ríflega 2.400 störf í verkefnunum Vinnandi vegur og Liðsstyrk og voru þar af um 1.400 á almennum vinnumarkaði. Það er umfram væntingar en um 170 þeirra sem fengu slík störf eru aftur komnir á bætur. Í Liðsstyrk eru 660 tímabundin störf hjá sveitarfélögum. Hætt er við að fólk í þeim verði atvinnulaust á ný eins og þeir tugir sem fengu störf hjá ríkinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert