Íslenskur neðansjávarbor fer víða

Sprotafyrirtækið Hafbor á Siglufirði hefur hannað og smíðað neðansjávarborvél sem setur festingar í sjávarbotn fyrir ýmsan búnað. Vélakosturinn hefur þegar verið notaður hér innanlands og er á leið í verkefni erlendis.

Hafbor ehf var stofnað í maí 2012. Vélin setur festingar í sjávarbotn fyrir m.a. fiskeldisbúnað, flotbryggjur og hvað eina sem þarf að festa í sjávarbotn á allt að 100 metra dýpi, án aðstoðar kafara.  

Verkefnið var styrkt af Tækniþróunarsjóði og NORA- Norræna tækniþróunarsjóðnum í samstarfi við MATIS ofl.

Að sögn Ingvars Erlingssonar, framkvæmdastjóra Hafbors, var vélin alfarið þróuð hér á landi og hefur þegar sinnt nokkrum verkefnum hér heima. Samningagerð stendur yfir við dreifingaraðila í Svíþjóð og vélin fer til Bandaríkjanna í lok mánaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert