Mikil stemning á baráttufundi

Fullt var út úr dyrum á fundi kennara í Iðnó …
Fullt var út úr dyrum á fundi kennara í Iðnó um kjaramál. mbl.is/Styrmir Kári

Mik­ill hug­ur var á bar­áttufundi grunn­skóla­kenn­ara sem fór fram í Iðnó. Þar eru um 500 manns sam­an­komn­ir og þurfa marg­ir að standa utan dyra. Ljóst er að kenn­ar­ar eru mjög óánægðir með sín launa­kjör. Þeir segja laun­in vera tíma­skekkju sem verði að leiðrétta.

Í lok fund­ar­ins voru greidd at­kvæði um það atriði sem kenn­ar­ar vilja leggja áherslu á í kom­andi kjaraviðræðum. Svarið var ein­falt; þeir vilja leggja áherslu á laun­in.

Það hef­ur komið skýrt fram, að kenn­ar­ar eru mjög ánægðir í sínu starfi - en þeir segja laun­in óboðleg.

Til­bú­in að fara í harka­leg­ar aðgerðir

Hulda María Magnús­dótt­ir, sem kom að skipu­lagn­ingu fund­ar­ins, var önn­ur á mæl­enda­skrá í kvöld. Hún seg­ir að mæt­ing­in í kvöld hafi farið fram úr sín­um björt­ustu von­um og hún sýni að kenn­ar­ar séu reiðubún­ir að standa upp og taka skrefið í átt að breyt­ing­um.

Krafa kenn­ara er 20 pró­sent launa­hækk­un.

Hún benti á að í lok fe­brú­ar verði samn­ing­ar grunn­skóla­kenn­ar­ar laus­ir. Því sé mik­il­vægt að halda dampi í all­an vet­ur og minna á kröf­ur kenn­ara.

Hulda María tók fram, að hún væri til­bú­in að fara í harka­leg­ar aðgerðir til að sýna fram á það hvað það þýði fyr­ir sam­fé­lagið ef kenn­ar­ar leggja niður störf.

Hún seg­ist mæta skiln­ings­leysi víða; fólk hafi m.a. haldið því fram að all­ir geti kennt og ef kenn­ar­ar vilji fá hærri laun þá eigi þeir ein­fald­lega að finna sér aðra vinnu.

Hulda María seg­ir að kenn­ar­ar sinni ekki bara ein­hverri gæslu. Þeir séu að sinna lög­budinni þjónstu og geri það mjög vel.

Er ekki í lagi

Hún sagði að grunn­laun sín væru 331 þúsund kr. á mánuði, en hún tek­ur alla auka­vinnu sem henni býðst. Hulda María, sem er 33 ára ein­stæð móðir, seg­ist vera að íhuga að flytja aft­ur heim til móður sinn­ar.

„Þetta er ekki lagi,“ sagði hún svo í kjöl­farið við fögnuð viðstaddra.

Hún greindi frá því að hún hefði áður unnið í banka. Þar hafi hún hins veg­ar verið að mygla í starfi. Sú vinna væri ekki nokk­urr­ar fjár­hæðar virði.

Hún skil­ur ekki hvers vegna grunn­skóla­kenn­ar­ar séu metn­ir lægra held­ur en aðrar há­skóla­menntaðar stétt­ir. Spurn­ing­in sé því sú, hvað ætli kenn­ar­ar að taka þessu lengi. Þeir þori vart að ræða laun­in sín op­in­ber­lega, en þeir séu all­ir sam­mála um það að starfið sé frá­bært og gef­andi. Hulda María seg­ist starfa sem kenn­ari því hún tel­ur sig skipta máli í lífi nem­enda sinna. Það sé svo margt sem gefi starf­inu gildi - þess­ir litlu sigr­ar.

„Ég er sér­fræðing­ur á mínu sviði og ég vil fá laun í sam­ræmi við það. Það er ekk­ert ósann­gjarnt við það.“

Laun­in tíma­skekkja

Val­gerður Ei­ríks­dótt­ir, kenn­ari í Fella­skóla, tók í svipaðan steng. Hún seg­ist upp­lifa fund­inn á þann veg að nú væri eitt­hvað að fara ger­ast. Það sé ór­langt síðan kenn­ar­ar hitt­ust á svona bar­áttufundi.

Hún seg­ir að bar­átta kenn­ara hafi verið löng og ströng, en átta ár eru liðin frá því síðasti samn­ing­ur tók gildi.

Hún hvatti for­yst­una til að standa vörð um kjör kenn­ara. Laun kenn­ara væru tíma­skekkja sem yrði að leiðrétta.

Mikil steming er á fundinum.
Mik­il stem­ing er á fund­in­um. mbl.is/​Jón Pét­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert