Styttist í opnun Jólaþorpsins

Í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.
Í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar föstudaginn 30. nóvember og verður opið á laugar- og sunnudögum frá 12-17. Eins verður opið þrjá eftirmiðdaga fram á kvöld frá 16-21, fimmtudaginn 19. desember, föstudaginn 20. desember og á Þorláksmessu.

 Mikil aðsókn hefur verið í söluhúsin á síðustu árum og því hefur verið farin sú leið að velja úr innsendum umsóknum. Horft til gæða söluvöru, að básinn sé líflegur og að vöruúrval sé sem fjölbreyttast í þorpinu, segir í fréttatilkynningu. Í ár verður ekki leyfð kakósala í húsunum þar sem Jólaþorpið verður í samstarfi við Rauða krossinn í Hafnarfirði sem nýtir kakósölu til fjáröflunar.

 Leigugjald á húsunum fyrir árið 2013 er óbreytt kr. 10.000 fyrir helgina. Hægt er að óska eftir dagleigu á kr. 7500 en þeir sem taka heilar helgar og virku dagana með ganga fyrir.  Ekki er greitt sérstaklega fyrir virku dagana nema ef þeir eru leigðir sér - þá er leigugjald kr. 3500 á dag.  Innifalið í leigufjárhæð er allur kostnaður við uppsetningu og rekstur hússins og þrif á svæðinu. Að auki mun Hafnarfjarðarbær sjá um að kynna Jólaþorpið með ýmsum hætti, s.s. útvarps-, skjá og blaðaauglýsingum og sjá um að laða að gesti með skemmtidagskrá.

Í Jólaþorpinu eru 20 söluhús. Um er að ræða einingahús sem eru 5,8 fm. að stærð. Að utan verður mænir hússins skreyttur með greni og seríu.  Æskilegt er að leigjendur skreyti bása sína að innan og geri skemmtilega.

 Skilafrestur er til 8. október. Umsóknum skal skila með rafrænum hætti í gegnum  Mínar síður á www.hafnarfjordur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert