Vilja gera úttekt á stöðu ESB-viðræðna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sést hér ásamt Jose Manuel Barroso, …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sést hér ásamt Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi í Brussel í júní sl. AFP

Alþýðusam­band Íslands, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Viðskiptaráð Íslands hafa ákveðið að standa fyr­ir út­tekt á aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið, þróun ESB og val­kost­um í efna­hags­mál­um. Sam­tök­in telja öll æski­legt að aðild­ar­viðræðum við ESB verði lokið og að besti fá­an­legi samn­ing­ur um aðild verði bor­inn upp í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Þetta kem­ur fram á vef ASÍ.

 Þar seg­ir, að í ljósi þess að rík­is­stjórn­in hafi ákveðið að gera hlé á aðild­ar­viðræðum þá telji sam­tök­in mik­il­vægt að lagt verði mat á stöðu aðild­ar­viðræðna við ESB og hvaða áhrif hléið hafi á fram­vindu viðræðna. Í hjá­lögðu skjali má sjá yf­ir­lit yfir þau álita- og úr­lausn­ar­efni sem sam­tök­in telja mik­il­vægt að verði reifuð. 

„Sam­tök­in óska eft­ir sam­starfi við stjórn­völd við gerð út­tekt­ar­inn­ar, enda um mik­il­væg álita­efni að ræða fyr­ir efna­hags­lega fram­vindu í land­inu. Sam­tök­un­um eru ljós ákvæði Stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins í þess­um efn­um og að ut­an­rík­is­ráðherra hafi lýst yfir að viðræður standi yfir við Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands um út­tekt á aðild­ar­viðræðunum við ESB. Það er mat sam­tak­anna að þess­ar tvær út­tekt­ir geti vel farið sam­an.

Telji stjórn­völd ekki ávinn­ing af slíku sam­starfi munu sam­tök­in engu að síður standa fyr­ir út­tekt á þess­um mál­um. Hlut­læg og grein­argóð út­tekt af þessu tagi er lyk­il­for­senda þess að hægt sé að meta hvaða val­kost­ir séu best til falln­ir að tryggja sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins til lengri tíma og um leið skapa best lífs­kjör heim­il­anna í land­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef ASÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert