150 þúsund manns komu sjóleiðina

mbl.is/Sigurður Bogi

Síðasta skemmtiferðaskip ársins mun koma til Reykjavíkur 4. október nk. en það er skipið Sea Spirit. Alls hafa 100 þúsund farþegar og 50 þúsundáhafnarmeðlimir komið hingað til lands með skemmtiferðaskipum í sumar og er það enn eitt metið í fjölda ferðamanna sem koma sjóleiðina, segir í tilkynningu.

„Sumarið hefur gengið mjög vel heilt yfir. Það eru aðeins færri komur skipa en á síðasta ári en hins vegar eru aðeins fleiri farþegar þar sem skipin eru í mörgum tilvikum stærri en áður. Við tókum á móti um 100 skemmtiferðaskipum þar af komu 35 til hafnar í Reykjavík, 25 á Akureyri, 13 á Ísafirði, 6 í Vestmannaeyjum og einnig tókum við á móti nokkrum skipum í Grundarfirði, Seyðisfirði, Höfn, Grímsey, Húsavík, Siglufirði, Þórshöfn og Djúpavogi,“ segir Jóhann Bogason, deildarstjóri hjá TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands, í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert