Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að nýr forstjóri Landspítalans muni taka til starfa 1. október nk.
„Ég er búinn að ráða starfsmann sem tekur þá til starfa,“ segir Kristján á samtali við mbl.is.
Í dag greindi Björn Zoëga, forstjóri LSH, hann hann hefði ákveðið að láta af störfum.
Kristján segist ekki ætla að tjá sig nánar um ráðninguna í dag, hún verði kynnt formlega á mánudag. „Málin eru í föstum skorðum,“ segir Kristján Þór að lokum.
Tekið skal fram að um tímabunda ráðningu er að ræða, eða til þriggja mánaða. Starf forstjóra Landspítalans verður formlega auglýst í næsta mánuði, líkt og lög gera ráð fyrir.