Gjaldeyrismál lykillinn að stöðugleika

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Styrmir Kári

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist ekki eiga von á því að sátt náist um kjarasamninga um hálfs til tveggja prósenta hækkun eins og Samtök atvinnulífsins, SA, leggja upp með.

„Það er alveg ljóst að við deilum þeirri sýn með SA að hér geti þrifist hagkerfi stöðugleika með lágum vöxtum og lítilli verðbólgu. Hins vegar í röksemdafærslum og viðmiðum atvinnurekenda er hvergi minnst á að hér sé óvissa eða áhætta hjá launamönnum er varðar gengi íslensku krónunnar. Það er talað eins og hér hafi ríkt stöðugleiki í gengismálum og að það séu bara launahækkanir sem hafa áhrif á verðlag,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag. 

Að hans mati verður ekki hægt að tala um neinar tilraunir að þjóðarsátt nema gjaldmiðlaumræðan verði hluti af því sem rætt verður í slíkum sáttaviðræðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert