LÍÚ vill ekki ljúka viðræðum

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ.
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ. mbl.is/Ómar Óskarsson

Land­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna (LÍÚ) tel­ur ekki rétt að ljúka viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um aðild að sam­band­inu. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá LÍÚ.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Alþýðusam­band Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu for­sæt­is­ráðherra bréf dag­sett 24. sept­em­ber þar sem til­kynnt var að sam­tök­in hafi ákveðið að standa fyr­ir út­tekt á aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið, þróun ESB og val­kost­um í efna­hags­mál­um. Jafn­framt kem­ur fram að sam­tök­in telji öll æski­legt að aðild­ar­viðræðum verði lokið og að besti fá­an­legi samn­ing­ur um aðild verði bor­inn upp í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Af þessu til­efni vill Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna ít­reka að afstaða sam­tak­anna til aðild­ar að ESB hef­ur ekki breyst. Sam­tök­in hafa lýst því yfir að þau telji að hags­mun­ir Íslands séu best tryggðir utan ESB.  Af því leiðir að Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna styður ekki aðild­ar­viðræður við ESB og er því ekki þeirr­ar skoðunar að æski­legt sé að aðild­ar­viðræðum verði lokið eins og fram kem­ur í er­indi Sam­taka At­vinnu­lífs­ins, Alþýðusam­band Íslands og Viðskiptaráðs Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert