Slóðavinir styðja afturköllun náttúrulaga

Slóðavinir styðja ákvörðun umhverfisráðherra,
Slóðavinir styðja ákvörðun umhverfisráðherra, Ljósmynd Slóðavinir

Stjórn Ferða- og úti­vist­ar­fé­lags­ins Slóðavina lýs­ir yfir ein­læg­um stuðningi við ákvörðun ráðherra um að leggja fram frum­varp um að lög um nátt­úru­vernd sem samþykkt voru á sein­asta þingi og áttu að taka gildi 2014 verði aft­ur­kölluð.

 Allt frá því að end­ur­skoðun nátt­úr­vernd­ar­laga hófst hef­ur mik­il­væg­um hags­munaaðilum verið haldið frá vinn­unni og því gefst hér tæki­færi til að ná fram víðtækri sátt milli þeirra sem vilja vernda og þeirra sem vilja njóta, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem Slóðavin­ir hafa sent á fjöl­miðla.

„Það er mat stjórn­ar Slóðavina að ný­samþykkt lög séu gróf aðför að ferðaf­relsi úti­vistar­fólks, og í engu sam­ræmi við ríkj­andi ferðavenj­ur um nátt­úru Íslands.  Að ætla sér að stjórna nátt­úru­vernd með boðum og bönn­um án aðkomu hags­munaaðila, þ.e. ferðafólks,  er fyr­ir­fram dæmt til að mistak­ast. Slíkt myndi draga úr vægi lag­anna sem stjórn­tæki.  Akst­ur um veg­slóðir er til að mynda gerður mjög tor­tryggi­leg­ur í lög­un­um þrátt fyr­ir vís­bend­ing­ar um að akst­ur utan vega hafi veru­lega dreg­ist sam­an. Slóðavin­ir hvetja stjórn­völd til að taka fræðslu fram yfir boð og bönn og fara á þann veg fremst­ir í fylk­ingu með vís­un í já­kvæða eft­ir­breytni frek­ar en hót­an­ir um refs­ing­ar.

Það er um­hugs­un­ar­efni hvers vegna skipu­lags­mál veg­slóða í heild eru tek­in inn í nátt­úru­vernd­ar­lög und­ir yf­ir­skrift­inni „Akst­ur utan vega“ í stað þess að um­sýsla með veg­slóðir verði hluti af heild­ar vega­kerfi lands­ins og heyri und­ir ráðuneyti sam­göngu­mála,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert