Þurfa að endurreikna greiðslur upp á 835 milljarða

mbl.is

Fyr­ir­séð er að slita­stjórn­ir föllnu bank­anna þurfi á næst­unni að end­ur­reikna greiðslur að and­virði að minnsta kosti um 835 millj­arða króna sem hafa verið innt­ar af hendi til for­gangs­kröfu­hafa.

Þetta varð ljóst eft­ir að Hæstirétt­ur Íslands snéri í fyrra­dag við dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli sem tug­ir er­lendra for­gangs­kröfu­hafa höfðuðu á hend­ur slita­stjórn gamla Lands­bank­ans (LBI) vegna ágrein­ings um gengisviðmiðun við út­greiðslur til kröfu­hafa, líkt og kom fram á mbl.is í gær.

Snér­ist málið um lög­mæti ákvörðunar slita­stjórn­ar LBI að reikna virði hluta­greiðslna til for­gangs­kröfu­hafa í des­em­ber 2011 og maí 2012 – sam­tals um 595 millj­arðar króna – miðað við gengi ís­lensku krón­unn­ar gagn­vart er­lend­um gjald­miðlum hinn 22. apríl 2009 þegar Lands­bank­inn var tek­inn til gjaldþrota­skipta. Hæstirétt­ur tók hins veg­ar und­ir kröfu for­gangs­kröfu­hafa um að gengisviðmiðun skyldi ekki miðast við 22. apríl held­ur á þeim greiðslu­degi sem slita­stjórn­in innti kröf­urn­ar af hendi.

Þrátt fyr­ir að málið hafi aðeins tekið til tveggja hluta­greiðslna hef­ur niðurstaða dóms­ins for­dæm­is­gildi fyr­ir aðrar hluta­greiðslur – og önn­ur fjár­mála­fyr­ir­tæki í slitameðferð – til for­gangs­kröfu­hafa LBI. Niðurstaða Hæsta­rétt­ar kom bæði slita­stjórn­um föllnu bank­anna og full­trú­um for­gangs­kröfu­hafa á óvart.

Miðað við að gengi krón­unn­ar var nokkuð veik­ara gagn­vart helstu gjald­miðlum hinn 22. apríl 2009 er ljóst að sú upp­hæð sem slita­stjórn LBI hef­ur sam­tals innt af hendi til for­gangs­kröfu­hafa er lít­il­lega lægri en sem nem­ur 55% af heild­ar­fjár­hæð for­gangskrafna.

Eft­ir því sem Morg­un­blaðið kemst næst má hins veg­ar fast­lega áætla að slita­stjórn Glitn­is hafi of­greitt for­gangs­kröfu­höf­um þegar hún greiddi um 105 millj­arða – þar með talið inn á geymslu­reikn­inga – í mars 2012. Ólíkt LBI þá greiddi slita­stjórn Glitn­is for­gangs­kröfu­höf­um meðal ann­ars í norsk­um krón­um, en gengi henn­ar hækkaði um 12% gegn ís­lensku krón­unni frá 22. apríl 2009 til 15. mars 2012.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert