Um 130 nafnlausir jöklar

Vatnajökull hefur rýrnað um 7% frá 1890 en jökullinn á …
Vatnajökull hefur rýrnað um 7% frá 1890 en jökullinn á Oki um 75%. Jöklarnir voru í hámarki á sögulegum tíma um árið 1890. mbl.is/RAX

Um 130 íslenskir jöklar sem hafa verið nafnlausir verða merktir og nafngreindir í alþjóðlegum jöklaatlas sem kemur út á næsta ári.

Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, hefur ásamt íslenskum og bandarískum samstarfsmönnum gert heildarkort yfir íslenska jökla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Segja má að ónefndu jöklarnir séu nýuppgötvaðir. Þeir höfðu hvorki sést né verið greindir sem jöklar á árum áður, aðallega vegna þess að þeir voru á kafi í snjó fram yfir 1996.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert