Vont sumar mælt á vinsældakvarða

Sé litið á sérstakan vinsældakvarða sem m.a. mælir úrkomu og fjölda sólarstunda þá fær sumarið í ár falleinkunn, aðeins níu stig af 48 mögulegum í höfuðborginni.

Það stendur langt að baki góðviðrissumrum síðustu ára. 2009 fær hæsta einkunn í samkeppninni um besta sumarið, alls 41 stig, sumrin 2010 og 2012 eru skammt undan með 39 stig og sumarið 2011 fékk 38 stig.

Því er óhætt að segja að höfuðborgarbúar hafi verið orðnir góðu vanir þegar sumarið 2013 skall á. Maí og september bættu litlu við gæði sumarsins, það var helst sólarsprettur í lok júlí og byrjun ágúst sem lyfti gæðum sumarsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka